Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Bomba Björgvins: „Ég er búinn að gráta samfleytt í klukkutíma“- „Hef ég aldrei óttast dauðann“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Jæja, þá hlaut að koma að því að einveran í sóttkví eftir langt stórmót gekk frá mér. Ég er búinn að gráta nánast samfleytt í klukkutíma eftir að hafa fylgst með erfiðri en fallegri útför Stebba Karls.“

Stefán

Þetta segir Björgvin Páll Gústafsson, landsliðsmaður í handbolta um Stefán Karlsson sem lést langt fyrir aldur fram. Stefán var framkvæmdastjóri Vals og samferða menn lýsa honum sem góðhjörtuðum, ráðagóðum leiðtoga sem ekki fór í mangreiningarálit og tók á móti öllum með bros á vor. Í minningargreinum og frásögnum á Facebook er ljóst að hann hafi snert hjörtu marga á lífsleið sinni.

Björgvin Páll fylgdist eins og áður segir með útför Stefáns og opnar sig um að hann hafi sjálfur glímt við sjálfsvígshugsanir og byrjað að hugsa um sjálfsvíg, aðeins átta ára gamall. Í mörg ár gaf Björgvin þá ímynd af sér að hann væri víkingur af gamla skólanum, grjótharður, ljóshærður og síðhærður með hnefann á lofti. Þeirri ímynd henti Björgvin Páll öllum að óvörum í ruslið og gaf út einstaka bók þar sem hann opnaði sig um kvíða, vanlíðan, erfitt uppeldi og sjálfsvígshugsanir. Hann hefur svo haldið áfram að opna sig um erfið uppvaxtarár og hefur án efa hjálpað mörgum með því að stíga fram. Við gefum Björgvini Páli orðið:

„Sjálfsvígstilraunar hafa litað mína æsku mikið eins og einhverjir vita. Sjálfur hugsaði ég fyrst um að taka mitt eigið líf 8 ára gamall. Síðustu ár hef ég aldrei óttast dauðann en hinsvegar þegar ég komst á botninn fyrir ekki svo löngu síðan var ég oft hræddur um að ég myndi gera eitthvað sem að mig ekki langaði að gera.“

Það sem bjargaði geðheilsu Björgvins var að tala upphátt um hlutina og opna sig um hræðilega vanlíðan.

- Auglýsing -

„Þetta snýst ekki um hvað maður á eða hvað maður á ekki. Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana. Eins og Guðni prestur sagði í lok athafnar:

„Gerum það fyrir Stebba að sameinast um að koma tilfinningum okkar og kvíða oftar í orð.“

Þá beinir Björgvin Páll orðum sínum til allra sinna fylgjenda á Facebook og býður fram aðstoð sína. Hann segir:

„Ef að einhver minna vina eða fylgjenda er að burðast með eitthvað og finnur engan til þess að deila því með, sendu mér línu. Því að það á enginn að burðast einn með sársauka.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -