Laugardagur 27. apríl, 2024
9.2 C
Reykjavik

Borgin sparar og styttir opnun sundlauga: „Þurfti þrjú kaffiboð þegar skipt var um borgarstjóra?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Reykjavíkurborg hyggst stytta opnunartíma sundlauga um helgar. Ólafur Egilsson leikari og sundunnandi segist, í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook, hafa átti spjall við Skúla Helgason, borgarfulltrúa í dag. Skúli er jafnframt formaður ráðsins sem fer með málefni sundlauga.

Ólafur segist ánægður með að skerðing hátíðaropnunartíma verði að einhverju leyti dregin til baka: „Hinsvegar ætla borgaryfirvöld að halda til streitu skerðingu almenns opnunartíma um helgar úr 22:00 í 21:00.“

Með breytingunni er áætlað að borgin muni spara 20 milljónir á ársgrundvelli. Ólafur undrar sig á og finnst ákvörðunin grátlega skammsýn: „Og það á sama tíma og verið er að skrá sundmenningu landsins á heimsminjaskrá.“

„Ég stakk upp á því að hætta að hleypa erlendum heldri borgurum ókeypis í sund og/eða hækka frekar gjaldskránna,“ segir Ólafur um samtal sitt við Skúla.

Fram kemur að á síðasta ári hafi heimsóknir, þar sem greiddur var aðgangseyrir, í laugar Reykjavíkur verið í allt 1.775.509 talsins. Það því gefnu bendir Ólafur á að: „ … til þess að viðhalda sama þjónustustigi hefði þurft að hækka aðgangseyri á hvern miða um 11,2 krónur.“

Spara mætti annars staðar

- Auglýsing -

Ólafur spyr í færslunni þar sem hann hefur merkt Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra og Einar Þorsteinsson sitjandi borgarstjóra hvort ekki væri hægt að leita annarra leiða til sparnaðar.
„Af hverju hækkar rekstrarkostnaður skrifstofu borgarstjórnar um 30% á milli ára?
Var 6,6 milljóna króna „Stjórnendadagur Borgarinnar“ sem haldinn var fyrir 450 manns í Hörpu nauðsynlegur? Þurfti að halda þrjú kaffiboð þegar skipt var um Borgarstjóra fyrir 2,2 milljónir? Þurfum við 23 borgarfulltrúa og 8 til vara?,“ spyr Ólafur sem er umhugað um lýðheilsu þjóðarinnar og telur merkari en ofantalin atriði.

„Mér finnst ekkert ofantalið mikilvægara en að ég og unglingarnir, mínir og annarra, og bara allir sem vilja geti hangið í kvöldsundi. Sérstaklega um helgar!“

Undirskriftarlisti

- Auglýsing -

Undirskriftalista er að finna, á island.is, þar sem hægt er að mótmæla breytingunni. Þar segir: „Menningin í kringum sundlaugar Íslands er heimsþekkt og megum við vera stolt af því að einn aðalsamkomustaður okkar sé heilsubótarstaður í vatni. Þar eru engin snjalltæki, engir símar, ekkert áfengi og ekkert tónlistaráreiti. Sundlaugarnar stuðla að hreyfingu, útiveru og leik barna – sem og heilbrigðri samverustund með foreldrum, forráðamönnum, systkinum og vinum. Allar skerðingar í tenglsum við sundlaugar Reykjavíkur eru hneysa og koma til með að valda borgarbúum og fleirum skaða.“

Þeir sem vilja halda óbreyttum opnunartíma og afturkalla fyrirhugaðar breytingar eru hvattir til að skrifa undir listann.

Hér má sjá færslu Ólafs í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -