Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Breiðablik og Vestri gera með sér samkomulag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnudeildir Breiðabliks og Vestra skrifuðu undir samstarfssamning í gær.

Samstarfið snýst um að að iðkendur hjá Vestra sem koma suður til lengri eða skemmri tíma geta sótt æfingar hjá hjá Breiðabliki í sínum flokkum.

Einnig munu þjálfarar Vestra í yngri flokkum geta sótt fræðslu með þjálfurum Breiðabliks eftir því sem hentar og tekið þátt í faglegu starfi.

Iðkendur í Breiðabliki geta líka sótt æfingar hjá Vestra þegar þeir dvelja þar á félagssvæðinu.

Með þessu samstarfi vilja félögin stuðla saman að frekari uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu og að sem flestir iðkendur geti sótt æfingar og fengið þjálfun við hæfi.

Það voru þau Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg, stjórnarmaður Vestra og Hákon Sverrisson, yfirþjálfari Breiðabliks, sem skrifuðu undir samkomulagið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -