Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Breiðhyltingar óttast betlara við Bónus: „Leið ekkert vel með þetta“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Breiðhyltingar ræða sín á milli betlara sem sagður er venja komur sínar í verslun Bónus í Hólagarði. Foreldrar í hverfinu ræða meðal annars hvernig þeir geti komið í veg fyrir ótta barna sinna í garð betlarans.

Ísabellu nokkurri brá nýverið í brún þegar hún skellti sér í Bónus og lýsir hún reynslu sinni inni í hópi hverfisbúa á Facebook. „Fór í Bónus hérna uppí hólunum áðan og dóttur minni brá heldur betur í brún þegar erlend kona (líklega eitthvað skert) alls ekki að dæma eða neitt svoleiðis. En þessi kona labbaði á móti okkur og var að betla pening og stóð þarna og hefur líklega staðið þarna í marga klukkutíma,“ segir Ísabella og heldur áfram:

„En dóttur minni leið ekkert vel með þetta og var bara uhh, mamma er þetta eðlilegt að fólk sé að betla pening og hvað þá fyrir framan leikskóla og búðir? Hvað ætti ég að gera ef hún myndi bara elta mig út um allt ef ég væri að fara ein eða með vinkonu minni út í búð að kaupa brauð eða mjólk? Þá fór ég að hugsa. Já, sumir krakkar gætu verið virkilega hræddir, svo ég velti því fyrir mér hvað best væri að gera til að útskýra fyrir börnum varðandi svona.“

Flestir íbúar Breiðholtsins sem taka þátt í umræðunni kannast við betlarann og hafa mætt viðkomandi víða í hverfinu, meðal annars við sunlaugina í hverfinu. Birna er ein þeirra. „Ég hef mætt henni oft þegar ég er að labba með hundinn og hún biður um pening í hvert skipti, fyrir 2 vikum var hún síðan að kíkja ofan í ruslatunnurnar fyrir utan heim,“ segir Birna

Erna virðist líka kannast við viðkomandi. „Dóttir mín sem er 8 ára er altaf að tala um einhverja konu sem spyrja um peningana,“ segir Erna.

Guðbjörg telur um skipulagði starfsemi að ræða. „Ég held því miður að hún sé notuð til að betla fyrir fjölskylduna, ég sá hana síðasta sumar fyrir utan Jórufellið og var búin að vera þar í marga klukkutíma þar, ég hélt að hún væri týnd og fór út að tala við hana, en hún sagðist ekki skilja sagði bara no,no. Svo kom bróðir hennar á bimma og sagði að þetta væri allt í lagi og að hún væri fötluð. En hún er mikið ein og er að betla“, segir Guðbjörg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -