• Orðrómur

Brynja stundaði vændi á Íslandi: „Algjör skyndihugdetta“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Þar sem ég hafði enga virðingu fyrir sjálfri mér og líkama mínum datt mér í hug að fyrst ég væri að sofa hjá mönnum á djamminu gæti ég alveg eins fengið greitt fyrir það. Þetta var ekki eitthvað sem ég lagði mikla hugsun í. Þetta var algjör skyndihugdetta,“ segir fyrrverandi vændiskona í Helgarviðtali Mannlífs.

Konan, sem við köllum Brynju, lýsir því hvernig hún dróst út í það að selja líkama sinn.

„Ég setti inn auglýsingu á netið, fékk upplýsingar hjá konu sem stundaði vændi um hvað ég ætti að rukka og lét vaða.”

- Auglýsing -

Brynja setti inn auglýsingu á einkamal.is og segir að hún hafi ekki búist við miklum viðbrögðum en þegar hún kannaði viðbrögðin tveimur dögum síðar var henni snarbrugðið. Slík var eftirspurnin. „Sumir þeir sem sendu mér skilaboð voru þeir sömu og ég hafði hitt og jafnvel sofið hjá í skemmtanalífinu.”

Ýtti frá vanlíðaninni og einbeitti mér að peningunum

,,Ég man vel eftir fyrsta skiptinu mínu. Það var á hóteli. Það var mun erfiðara en ég hafði talið mér trú um þrátt fyrir að maðurinn hafi verið meinleysilegur og jafnvel almennilegur. En ég ýtti vanlíðaninni frá og einbeitti mér að peningunum”.

- Auglýsing -

Ítarlegt viðtal er við Brynju hér.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -