Brynjar Níelsson segir Sjálfstæðisflokkinn ekki fara í stjórn fái hann minna en 25% kosningu.
Fram kemur í frétt Hringbrautar í dag að Brynjar Níelsson segi að Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki í stjórn, nái hann minna en 25% fylgi í komandi kosningum. Kom þetta fram í kosningaþætti Hringbrautar sem sýndur verður í kvöld. „Annars eru menn að kjósa í aðra átt,“ bætti hann við.
Þá segir Brynjar það ekki gott fyrir lýðræði landins að hafa marga smáflokka í stjórn. „Það er mikilvægt fyrir stjórnmál í landinu að það sé öflugir flokkar en ekki tíu til tuttugu smáflokkar. Ég vil alvöru sterka flokka,“ segir Brynjar sem er samkvæmt skoðanakönnunum í baráttusæti í næstu kosningum.