• Orðrómur

Daði Freyr og Árný flytja í nýju íbúðina á mánudaginn: „Vorum að skrifa undir pappírana“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eftir að upp komst um miklar rakaskemmdir í íbúð Daða Freys og Árnýjar Fjólu Eurovisionfara í Berlín neyddist litla fjölskyldan til að hefja leit að nýju húsnæði þar í borg.

En ekki vildi betur til en svo að á meðan parið tók þátt í Eurovision söngvakeppninni lak þvottavélin þeirra með fyrrnefndum afleiðingum.

Tilkynnti Daði á samfélagsmiðlum sínum í dag að fjölskyldan hefði fundið íbúð. „Takk fyrir allar tillögurnar!“ skrifar Daði á Instagram síðu sinni. „Við vorum að skrifa undir leigusamning og flytjum inn á mánudaginn.“

- Auglýsing -

Daði Freyr. Mynd/ Instagram.

Ætla má að þau Daði og Árný séu í skýjunum með að hafa fundið nýja íbúð þar sem lekinn kom af stað gömlum myglusveppi í byggingunni og var þeim gert að flytja út úr henni með skömmum fyrirvara. Árný er gengin 31 viku með þeirra annað barn og fyrir eiga þau tveggja ára gamla dóttur, þannig eflaust er þeim létt að vera komin með þak yfir höfuðið áður en litla krílið mætir í heiminn.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -