Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Davíð ber enn blak af Trump

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Morgunblaðið heldur áfram að bera blak af ofbeldismönnum tengdum Donald Trump í dag. Segir í Staksteinum dagsins, sem ætla má að Davíð Oddsson ritstjóri skrifi, að það hlakki í vinstrimönnum á Íslandi vegna atburðanna í þinghúsinu í Washington.

„Íslenskir vinstrimenn fara nú sumir mikinn vegna atburða í þinghúsinu í Washington og reyna jafnvel að nýta þennan óskemmtilega atburð til að slá pólitískar vinsældakeilur. Þetta fólk hefur valið að gleyma því að í desember 2008 ruddist hópur óeirðaseggja af vinstri væng íslenskra stjórnmála inn í Alþingishúsið…“, skrifar Davíð. Hann lætur þess ógetið að Ólafur Ragnar Grímsson,  þáverandi forseti Íslands, eða Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra höfðu ekkert að gera með mótmælin á Austurvelli sem er þvert á það að Trump æsti lýðinn til í Washington.

Í leiðara í gær sagði Davíð að Trump hefði sætt einelti og Joe Biden væri ófær um að sinna embætti forsetans og vafi léki á að hann gæti svarað spurningum upp á eigin spítur. Aðaleigandi Morgunblaðsins er Guðbjörg Matthíasasdóttir, umdeild athafnakona í Vestmannaeyjum. Davíð starfar í skjóli hennar …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -