• Orðrómur

Dómsmál, siðareglur og klónun

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í hverri viku útnefnir Mannlíf þá einstaklinga sem hafa blómstrað í vikunni og þá sem hafa ekki átt jafn auðvelt uppdráttar. Freyja Haralsdóttir , lendir í fyrri flokknum á meðan Borgarleikhúsið, ritstjóri DV og Dorrit lenda í þeim seinni.

 

Góð vika – Freyja Haraldsdóttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra hefur ærna ástæðu til að gleðjast eftir að hafa rekist á sjarmatröllið George Clooney úti á landi og sömuleiðis Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri Wow air, og Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður en þau eiga von á barni. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, var sums staðar hampað eins og rokkstjörnu eftir að hafa beðið samkynhneigða afsökunar fyrir hönd þjóðkirkjunnar vegna sársauka sem kirkjan hefði valdið þeim í gegnum tíðina. Ummæli biskups um siðrof í skólum, sem höfðu vakið undrun, féllu nánast í skuggann af þessu útspili. En eflaust áttu fáir betri viku en Freyja Haraldsdóttir. Hæstiréttur úrskurðaði að Barnaverndarstofa hafi mismunað Freyju vegna fötlunar hennar þegar henni var neitað um mat á því hvort hún gæti gerst fósturforeldri. Freyja hefur sagst vera í skýjunum með niðurstöðuna.

- Auglýsing -

Slæm vika – Borgarleikhúsið

Þetta dálkapláss er þéttsetið þessa vikuna. Fyrrverandi forsetafrú Íslands, Dorrit Mousaieff, fékk bágt fyrir þegar hún frumsýnd klón af Sámi, látnum hundi sínum og ekki átti ritstjóri DV, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, sjö dagana sæla þar sem siðanefnd Blaðamannfélagsins komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið gegn siðareglum með umfjöllun blaðsins um fanga. Mesti skellurinn hlýtur þó að hafa verið fyrir Borgarleikhúsið sem var í vikunni dæmt til að greiða Atla Rafni Sigurðssyni leikara 5,5 milljónir í bætur og eina milljón í málskostnað. Atla Rafni var sagt upp í leikhúsinu vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni og stefndi hann í kjölfarið leikhúsinu og leikhússtjóra þess, Kristínu Eysteinsdóttur. Kom úrskurðurinn Leikfélagi Reykjavíkur í opna skjöldu og hefur það gripið til þess ráðs að áfrýja dómnum.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -