Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Dóttirin var beitt kynferðisofbeldi fimm ára gömul: „Af hverju kom ég ekki í veg fyrir þetta?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Maður á ekkert að treysta öllum, af hverju ætti maður að treysta öllum. Oftar en ekki er þetta innan fjölskyldunnar eða mjög nálægt fjölskyldunni, fólkið sem maður vill treysta sem best fyrir börnum sínum. Þessi aðili sem braut á dóttur minni var mikið inni á heimilinu og umgekkst börnin mín mikið,“ segir móðir í viðtali við Fréttablaðið. Hún kemur ekki fram undir nafni til verndar dóttur sinni.

Í viðtalinu rekur móðirin sögu þeirra mæðgna en dóttir hennarvarð fyrir kynferðislegu ofbeldi aðeins fimm ára að aldri.

Teikn voru á borði

Hún segir teikn hafa verið uppi á borðinu, maðurinn hafi notað ósæmilegt orðalag við eldri börn hennar og þannig gefið í skyn hvernig maður hann var. Hún reiknaði þó ekki með að yngsta barnið væri í hættu. „Ég tók hann á teppið og sagði honum að slík framkoma væri ekki í lagi og ekki boðleg. Ég var alltaf á varðbergi en þó greinilega ekki nægilega vökul.”

Sjálf varð móðirin fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn, reynslu sagði hún ekki frá fyrr en þrjátíu árum síðar. Þessi erfiða reynsla varð til þess að hún hefur ávallt verið dugleg að ræða við börnin sín um mörk og fræða þau um hvað sé rétt og rangt og í þessum efnum. Hennar eigin reynsla varð einnig til þess að hún taldi sig vita hvað hefði gerst, þegar yngsta dóttir hennar fór að sýna af sér óeðlilega hegðun um fimm ára aldur. „Ég var alltaf með þessa umræðu opna á heimilinu. Alla þessa punkta sem voru mjög vakandi í mér. Þrátt fyrir það sagði hún mér ekki frá því hvað hefði komið fyrir hana fyrr en en fimm árum síðar. Þegar hún var orðin tíu ára gömlu.“

Fimm ára gömul fór dóttirin að sýna hegðun sem móðirin tengdi sjálf við af eigin reynslu af kynferðisofbeldi, reiðiköstu, óánægju og óöryggi, en fékk ekkert upp úr henni, sama hvaða leið var reynd. Barnið var þögult sem gröfin.

- Auglýsing -

Málið reyndist fyrnt

„Eitt sinn þegar við vorum búnar að vera einar lengi og njóta okkar tíma án truflanana, gerðist það að dóttir mín opnaði sig og það var eins og flóðgáttir hefðu opnast og fyrirstaðan var engin. Fyrir guðs mildi brást ég rétt við. Ég hlustaði á hana og sagði henni að ég heyrði hvað hún væri að segja, leyfði henni bara að tala. Ég sagðist trúa henni og passaði mig á að útskýra ekki né tala heldur leyfði hennig bara að fá sinn tíma. Eða í raun þurfti ég ekki að passa mig, heldur varð vanmátturinn algjör og ég dvaldi í honum lengi vel.”

Hún segist strax hafa gert dótturinn grein fyrir að hún vildi að gerandinn svaraði fyrir sakir sínar. Hún myndi þó ekkert aðhafast án hennar samþykkis. Dóttir hennar samþykkti það og bað móðir sína einnig að tala við föður sinn þar sem hún treysti sér ekki það.

- Auglýsing -

Þær mæðgur fóru með málið fyrir dóm en reyndist það þá fyrnt. Á þeim tíma var fyriningartíminn fimm ár, jafn langur tími og liðið hafði frá brotinu. Nokkur ár eru liðin frá því málaferlum lauk og viðurkennir móðirin að það haf reynt á dótturina að að komast að því að málið væri fyrnt, henni hafi sárnað að fara í gegnum allt ferlið til þess eins að  komast að þeirri niðurstöðu.

Það er engir útvaldir

„Ég skil í dag fólk sem treystir sér ekki í þennan slag, er ekki nógu sterkt. Ég tel mér það til tekna að ég er nógu sterk og réttlætiskennd mín nægilega rík til að ég gat bara ekki látið þetta mál fara forgörðum. Barnsins míns vegna. Og allra hinna barnanna. Ég finn þegar ég tala um þetta að ég fyllist orku því mér finnst ég þurfa að passa öll börnin. Það finnst mér ég gera með því að tala um þetta og minna foreldra á að tala við börnin sín og opna eyrun. Þetta gerist alls staðar, það eru engir útvaldir, við erum öll með í valinu og það er bara spurning hver verður fyrir valinu.“

Hún vill leggja meiri áherslu á forvarnarstarf og að fólk þekki táknin og geti lesið í þau. Hún segir það mikilvægt að foreldrar færði börn sín um eðlileg mörk í kynlífi. „Sú fræðsla verður að byrja nokkuð snemma, allavega um það leyti sem kynþroskinn fer af stað. Kynfræðsla hefur alltaf farið fram á mínu heimili og það þarf að taka hana þar. Það er partur af uppeldinu. Best af öllu er þó í öllum tilfellum að fyrirbyggja kynferðisofbeldi.“

Þarf að sættast við sjálfa mig

Móðirin segir að um ofboðslegt högg hafi verið að ræða og stærra áfall en hún gerði sér grein fyrir á sínum tíma. Hún lamaðist og gat ekki einu sinni rætt þetta við nánustu vinkonur sínar. Samtalið við pabba stúlkunnar tók viku að mana sig upp í. „Getur maður einhverntíma verið tilbúinn að taka á móti svona upplýsingum? Ég held ekki. En ég þarf að  takast á við þetta með barninu mínu og hjálpa því í gegnum ferlið. Ég þarf líka að sættast við sjálfa mig því það var ég sem klikkaði. Af hverju kom ég ekki í veg fyrir þetta og af hverju þetta og hitt.”

Sjálf beið móðirin í þrjá áratugi með að segja frá ofbeldinu sem hún varð fyrir því hún taldi engan myndi trúa sér. „Dóttir mín vissi aftur á móti að hún gæti sagt mömmu sinni og að hún myndi trúa henni. Allt hefur þetta áhrif og því opnari sem umræðan er, því meiri líkur á að gerandinn þori ekki að fara af stað. Hugsaðu ef ég hefði aldrei talað um þetta? Þá hefði hún kannski aldrei sagt frá þessu.”

Báðar leituðu mæðgurnar sér hjálpar fagaðila segir móðirin dóttur sína vera á góðum stað í dag.

„Við eigum þessu umræður eins oft og hún hefur þörf fyrir. Ég ýti ekki á það. Hún á fjölskyldu sem hefur stutt hana í gegnum þetta ferli. Hún hefur komið vel út úr þessu og er að eflast og þroskast. Hún losnar aldrei við lífsreynsluna en er er vonandi að nýta sér hana til góðs. Það er mikið gleðiefni að hún ætlar ekki að festast í fortíðinni heldur nýta reynsluna áfram,” segir móðirin að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -