• Orðrómur

Hrekkjalómur í klóm húsráðanda – Dyraat í Breiðholti endaði með uppnámi –

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Töluvert mikið var að gera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt en voru 45 mál skráð í  málaskrá lögreglu frá kl 19:00 til 05:00. Fimm manns gistu í fangaklefa.

Rétt fyrir átta í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um líkamsárás í hverfi 108. Af fimm mönnum voru tveir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans en ekki er vitað um alvarleika áverka að svo stöddu. Þá voru hinir þrír fluttir í fangaklefa.

Um tíu leytið var tilkynnt um aðra líkamsárás. Meiðsli voru minni háttar en lögregla handtók einn mann í sambandi við málið.

- Auglýsing -

Í Breiðholti var bæði tilkynnt um líkamsárás og slagsmál í gærkvöldi.
Þegar lögregla kom á vettvang þar sem slagsmálin áttu sér stað var enginn slasaður en fíkniefni fundust á einum aðila.
Líkamsárásin átti sér stað rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi en árásin reyndist svo vera heldur óvanaleg. Þegar lögregla mætti á staðinn kom í ljós að hópur ungmenna hafði gert dyraat og húsráðandi hlaupið stúlku uppi sem hann hélt þar til lögreglan mætti. Hrekkjalómurinn var í klóm húsráðandans. Dyraataið endaði því með uppnámi. Upplýsingar voru skráðar og málið tilkynnt til Barnaverndar.
Auk þess var kveikt var í tveim pappagámum í Breiðholti. Sókudólgurinn fannst ekki en um minniháttar skemmdir var að ræða.

Í Mosfellsbæ hafði lögregla afskipti af manni sem hafði lent í umferðaróhappi. Reyndist maðurinn vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn gisti í fangageymslu í kjölfarið.

Þá afgreiddi lögregla nokkur minniháttar mál á vettvangi, um er að ræða þjófnað úr verslun, grunsamlegar mannaferðir og ölvun.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -