Föstudagur 26. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

„Ef allir MH-ingar hefðu verið jafn hugrakkir og þið væri Elísabet Segler enn á lífi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Klukkan ellefu í dag yfirgáfu framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið skólastofur sínar, og talið er um það þúsund þeirra hafi safnast saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð.

Þar mótmæltu nemendur viðbragðsleysi skólastjórnenda MH í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna.

Nú hefur menntamálaráðherra beðist afsökunar á því að ekki hafi hingað til verið hlustað á óánægjuraddir nemenda, en þetta og meira kemur fram í grein Vísis.

Mótmælin voru skipulögð í gær og er alveg óhætt að segja að framhaldsskólanemar um allt Ísland hafi brugðist afar vel við kallinu; flestir söfnuðust saman við MH – bæði nemendur skólans sem og annarra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu.

Þá mótmælti töluverður fjöldi á Laugarvatni; einnig á Akureyri.

Fyrrverandi nemandi við MH, Brynhildur Karlsdóttir, flutti ræðu í dag fyrir framan skólann og gríðarlegan fjölda nemenda.

- Auglýsing -

Hún sagði meðal annars:

„Það var einu sinni karl sem var starfsmaður hjá fyrirtæki niðri í bæ. Einn daginn stal hann prentara fyrirtækisins og tók hann með sér heim. Meintur prentaraþjófur er rekinn úr vinnunni strax daginn eftir. Héraðsdómari er aldrei spurður álits,“ sagði Brynhildur, sem nefndi fleiri dæmi um refsiverða háttsemi þar sem ekki þyrfti dómsmál til að afleiðingar yrðu af því:

„Ekkert þessara mála er næstum því eins alvarlegt og nauðgun og allt of lengi hafa þolendur kynferðisofbeldis þurft að bera sársaukann í hljóði, en nú breytum við því.“

- Auglýsing -

Brynhildur kvaðst vita vel hvað nemendur í MH í dag væru að upplifa, og minntist Elísabetar Segler Guðbjartsdóttur, sem var nemandi við MH og tók sitt eigið líf vegna kynferðisbrots sem hún varð fyrir:

„Ég trúi því að ef allir MH-ingar hefðu alla tíð verið jafn hugrakkir og þið, þá væri Elísabet Segler Guðbjartsdóttir enn á lífi. Blessuð sé minning hennar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -