„Ég myndi frekar saga af mér höfuðið en hætta að borða kjöt“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þær voru margar sleggjurnar sem féllu í síðustu viku.

„Ég myndi frekar saga af mér höfuðið en hætta að borða kjöt. Ekki af einhverri stælaástæðu, bara því ég er sælkeri og culinary-ævintýri halda mér gangandi. Hinsvegar þykir mér sjálfsagt að taka kjöt alfarið úr skólum.“
Halldór Halldórsson, a.k.a. Dóri DNA, um fyrirætlanir meirihlutans í Reykjavík að draga úr framboði dýraafurða í grunnskólum borgarinnar.

„Það er ekki lengur merki um ríkidæmi að borða kjöt heldur eiginlega öfugt; alþýðan lifir á kjötfarsi og kjúklingum á meðan hin betur settu eru vegan, enda kostar það sitt.“
Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi.

„Mér líður eins og leikara í Groundhog Day.“
Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, segir fátt nýtt hafa komið fram í umræðunni um Þriðja orkupakkann.

„Er ekki fulllangt gengið í meðvirkni þegar talað er um að maður hafi verið dæmdur fyrir samskipti í stað þess að nota réttu orðin og segja eins og er, að hann hafi verið dæmur fyrir líkamsárás.“
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýnir orðalag netútgáfuviðtals við Ólaf Hand á útvarpsstöðinni K100. Þar segir að hann hafi hlotið dóm vegna samskipta sinna við fyrrverandi eiginkonu sína, en fjölmiðlar hafa greint frá því að Ólafur hafi verið sakfelldur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni.

„Samþykktu ráðherrar hinna stjórnarflokkanna í ríkisstjórninni þessa einstæðu forgangsröðun forsætisráðherrans? Þá eru allir spurðir nema utanríkisráðherrann, sem hefur þegar tekið fram í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað neitt um málið. Enda málið á hans verksviði.“
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, furðar sig á að Katrín Jakobsdóttir skyldi mögulega ekki ætla að hitta á Mike Pence og sendir Guðlaugi Þór í leiðinni sneið.

„Nýleg dæmi eru um að í umræðu í samfélaginu sé gert lítið úr andstæðingunum vegna þess að þeir séu „rugluð gamalmenni“. Er ekki nóg að segja að þeir séu ruglaðir, ef velja þarf niðrandi lýsingu?“
Benedikt Jónsson, stofnandi Viðreisnar, deilir á aldursfordóma.

„Þetta er ekki stór krafa, heldur sjálfsögð.“
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að fólk eigi að fá að reykja kannabis heima hjá sér.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

„Vinnur þessi maður ekki lágmarksheimavinnu?“

Þjóðþekktir Íslendingar létu ýmis skrautleg ummæli falla í liðinni viku.„Vinnur þessi maður ekki lágmarksheimavinnu?“Jón Þór Ólafsson, þingmaður...