- Auglýsing -
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir frá heldur dapurlegum tíðindum.
„Kári tengdafaðir minn er dáinn. Hann var einstakur sómamamaður, góðgjarn, velviljaður, hjálpsamur, heill og sannur – alvöru séntilmaður.“
Egill bætir við:
„Þau voru sérlega glæsilegt par hann og Guðrún. Missir hennar er mikill, þau voru saman upp á hvern dag frá unglingsaldri.“
Egill segir frá því að konan hans, Sigurveig „skrifar fallega um föður sinn á Facebooksíðu sinni – þau feðginin voru mjög náin og töluðu saman á hverjum einasta degi.
Við eigum eftir að sakna Kára óskaplega en góðar og fölskvalausar minningar eru okkur raunabót.“