Fimmtudagur 12. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

„Einmitt svona sem spillingin virkar á Íslandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

í hverri viku tekur Mannlíf saman eftirminnileg ummæli. Óhætt er að segja að nokkrar sleggjur hafi fallið í vikunni.

„Þegar við erum að tala um að íslenskum börnum gangi illa í að skilja það sem þau lesa, þá læðist að manni sá grunur að íslenskir krakkar kunni að vera ekki eins vel gefnir og krakkar í öðrum löndum.“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um niðurstöðu PISA- könnunarinnar.

„Hvernig stendur á því að það er ekki gengið á eftir aðdróttunum fráfarandi ríkislögreglustjóra, Haraldar Johannessen, um spillingu innan lögreglunnar og í stað þess gerður við hann starfslokasamningur sem flesta óar við vegna þess hróplega óréttlætis sem samningurinn áréttar að viðgangist í íslensku samfélagi? Hvað veit Haraldur um okkar samfélag sem við vitum ekki en þyrftum að vera upplýst um?“
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona.

„Einmitt svona sem spillingin virkar á Íslandi.“
Eva Hauksdóttir um starfslokasamning Haraldar.

„Ég er ekki bara döpur yfir því að kallað sé eftir árásum á hendur fjölmiðlamanneskju heldur þykir mér miður að þeir áhrifavaldar sem íslensk ungmenni líta upp til nýti völd sín og áhrif með þessum hætti.“
Erla Hlynsdóttir um viðbrögð íslenskra áhrifavalda og tónlistarmanna við umfjöllun DV um heimili ungs tónlistarfólks. Birtu þeir myndir af heimili ritstjóra DV á samfélagsmiðlum og hvöttu fólk til að „kíkja í heimsókn“. Í framhaldi mættu aðdáendur stjarnanna þangað og létu eggjum rigna yfir húsið.

„Í stað þess að bíða eftir að málið upplýsist eftir rannsókn yfirvalda hér og erlendis geysast þessir stjórnmálamenn fram nú og krefjast þess jafnvel að íslenska fiskveiðistjórnarkerfinu verði bylt vegna spillingarmálsins í Namibíu. Þetta er auðvitað svo fjarstæðukennt að með ólíkindum er að það nái umræðu, en lýðskrumararnir eru nægilega margir og háværir til að fjarstæðan sé rædd.“
Leiðarahöfundur í Morgunblaðinu.

„Það er mjög góð ástæða fyrir því að breyta þessu galna fiskveiðistjórnunarkerfi sem er nú í gangi. Það er lýðskrum að kalla það lýðskrum án þess að rökstyðja það.“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

- Auglýsing -

„Hún hefur – ef marka má mál hennar fram að þessu – aðeins áhuga á tvennu: Brennivíni í búðir. Mannanöfnum (og ekki síst því að við getum öll tekið upp ættarnöfn eins og voða fínt fólk). Nú eru þetta hvorttveggja sjálfsagt hin merkustu mál. En mikið væri gaman ef Áslaug Arna gæti hugsað sér að nýta krafta sín í hin ennþá stærri mál.“
Illugi Jökulsson rithöfundur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -