2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ekki lengur bara tískubylgja

Samfelld aukning á notkun munntóbaks er verulegt áhyggjuefni og er aukningin slík að ekki er hægt að tala um tískubylgju lengur. Notkun eykst þrátt fyrir að verð á tóbaki hafi hækkað um mörg hundruð prósent.

Í nýútkominni ársskýrslu ÁTVR kom fram að sala á íslensku neftóbaki hafi aldrei veri ðmeiri en í fyrra. Selt magn nam tæplega 45 tonnum. Þó að um neftóbak sé að ræða er áætlað að á milli 70 til 80 prósent tóbaksins sé notað í munn samkvæmt rannsókn Embættis landlæknis. Notkunin er mest á meðal karlmanna á aldrin – um 18 til 34 ára. Í þessum aldurs – hópi nota 14 prósent karla tóbak í vör daglega og rúmlega 6 prósent sjaldnar en daglega. Heildarhlutfall ungra karlmanna sem notar tóbak er því tæplega 22 prósent.

Þetta er svipað og verið hefur undanfarin ár en það sem er nýtt er að ungar konur eru farnar að nota tóbak í vör í auknum mæli. „Það hefur orðið aukning á tóbaksnotkun ungra kvenna í Noregi en þetta er alveg ný mynd fyrir okkur. Þetta vekur upp áhyggjur þótt þessi viðbót skýri alls ekki alla aukninguna,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis.

„Það hefur orðið aukning á tóbaksnotkun ungra kvenna í Noregi en þetta er alveg ný mynd fyri rokkur. Þetta vekur upp áhyggjur …“

Um tvö prósent kvenna á aldrinum 18 til 34 ára nota munntóbak daglega og 5 öðru hvoru. Árið 2002 nam selt magn neftóbaks 10,9 tonnum og hefur neyslan því fjórfaldast síðan þá þrátt fyrir að smásöluverð hafi aukist um mörg hundruð prósent. „Það er ekki hægt að kalla þetta tískubylgju lengur þegar við höfum verið að horfa upp á samfellda aukningu í 15 ár. Við sjáum í gögnum frá Svíþjóð að þegar ungir karlmenn eru orðnir háðir munntóbaki þá er meðalneysla 13 til 14 tímar á dag. Menn þurfa stöðugt að vera að nota tóbak og þar af leiðandi er erfitt að hætta,“ segir Viðar sem telur þrátt fyrir allt að verðstýring hafi haft áhrif.

„Ráðleggingar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar þegar kemur að forvörnum eru númer eitt að hækka verð, sérstaklega þegar kemur að ungu fólki. Það voru miklar hækkanir 2013 og um þarsíðustu áramót og þá sló á aukninguna en áhrifin dvína eftir því sem lengra líður frá. Þannig að þessar hækkanir virka en þær þurfa að vera meira viðvarandi.“

AUGLÝSING


Töldu að neyslan myndi deyja út
Upphaflegt markmið með banni á innflutningi munntóbaks að sporna við neyslu meðal ungmenna. Það kom því flatt upp á marga þegar fólk fór að taka upp á því að nota íslenska munntóbakið í vörina.

„Ég byrjaði að vinna í tóbaksvörnum árið 1998 og þá sáu menn þetta alls ekki fyrir. Ástæðan fyrir því að íslenskt neftóbak var selt áfram á Íslandi og ekki bannað samhliða hinu tóbakinu var ákvæði í EES-samningnum sem segir að ef það er vara fyrir á markaði sem hefur ákveðna hefð, þá mátti leyfa hana. Það var notað fyrir neftóbakið á sínum tíma og svo sáu menn fyrir sér að það myndi bara deyja út.“ Ekki hefur komið til tals innan embættisins að mæla með að banna íslenskt neftóbak með öllu líkt og gert var með það innflutta.

„Fyrir mörgum árum gerði ÍBR áhugaverða könnun sem leiddi í ljós að drengir sem stunda íþróttir nota tóbak í vör til jafns á við aðra sem eru ekki í íþróttum. Það er þess vegna ekki þannig að það sé algengara að íþróttafólk taki í vörina.“

Viðar segir að reglulega uppgötvi menn eitthvað nýtt þegar kemur að tóbaksnotkun. Þannig gáfu menn sér að þeir sem notuðu neftóbak í nefið væru einkum eldri karlmenn. „Svo þegar við gerðum stóra könnun árið 2012 sáum við að stærsti hópurinn var karlmenn á miðjum aldri. Notkunin minnkar stöðugt eftir því sem aldurinn
færist ofar eða neðar. Þetta breytti al gjörlega heimsmyndinni.“

Íþróttamenn hafðir fyrir rangri sök
Munntóbaksneysla hefur gjarnan verið tengd við íþróttaiðkun, það er að ungir menn komi saman í búningsklefanum fyrir og eftir æfingar og fái sér í vörina. Kannanir sýna hins vegar að þetta er byggt á falskri ímynd. „Fyrir mörgum árum gerði ÍBR áhugaverða könnun sem leiddi í ljós að drengir sem stunda íþróttir nota tóbak í vör til jafns á við aðra sem eru ekki í íþróttum. Það er þess vegna ekki þannig að það sé algengara að íþróttafólk taki í vörina. Þetta verður hins vegar sýnilegra meðal íþróttafólks og þess vegna er stutt í fullyrðingar að það sé fyrst og fremst íþróttafólk sem notar þetta, þótt það sé ekki endilega satt,“ segir Viðar.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is