• Orðrómur

Endurvinnsla: Ódýrast að flokka hjá Gámafélaginu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það er orðið flestum tamt að flokka sitt sorp hér á landi. Meðan sumir kjósa að fara með flokkunina sjálfir í endurvinnslu eru aðrir sem kjósa að hafa endurvinnslutunnur við heimilið. Neytendavaktin skoðaði hvaða þjónusta er í boði fyrir íbúa Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg býður fólki að leigja endurvinnslutunnur undir plast eða pappír. Ef teknar eru tvær tunnur, græn fyrir plast og blá fyrir pappír, kostar þjónustan 17.850 krónur á ári. Tunnurnar eru losaðar á þriggja vikna fresti. Athygli skal vakin á því að tunnurnar taka ekki málm.

Terra býður hinsvegar upp á eina tunnu sem tekur plast, pappír og málm. Slík tunna kostar 16.380 krónur á ári miðað við að hún sé losuð á fjögurra vikna fresti, en hægt er að óska eftir losun oftar eða sjaldnar. Þjónusta Terra er í boði fyrir íbúa alls höfuðborgarsvæðisins sem og íbúa Akureyrar.

Íslenska gámafélagið býður upp á Grænu tunnuna. Í hana má fara plast, pappír og málmur. Tunnan kostar 15.300 krónur á ári og hún er losuð einu sinni í mánuði. Íslenska gámafélagið er með samninga við fjölmörg sveitarfélög á landsbyggðinni um losun á sorpi.

Samantekt. Það er mat Neytendavaktarinnar að það sé hagkvæmara að vera með eina tunnu fyrir næstum alla endurvinnslu. Það sparar til dæmis pláss og vinnu heimilisfólks við flokkun. Íslenska gámafélagið býður þá hagstæðasta verðið á slíkri þjónustu. Sé rétt haldið á spöðunum dugar að tunnan sé tæmd einu sinni í mánuði, það er líka betra fyrir umhverfið.

Gott ráð: Til að ein tunna dugi á mánuði er gott að vera meðvitaður í stórmarkaðinum og forðast vörur sem eru frekar á umbúðir. Bökum t.d. frekar pizzu en að kaupa tilbúna botna. Ódýrara og umhverfisvænna.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -