Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Enn einn landsliðsmaður sakaður um nauðgun: „Hann barði og nauðgaði ungri konu í bíl“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar Þór Guttormsson sendi tölvupóst á almennt netfang KSÍ sem og formann, framkvæmdarstjóra og fimm aðra starfsmanna sambandsins mánudaginn 19. mars árið 2018. „Ég vil einnig láta þess getið að ég veit að ann­ar leikmaður liðsins fékk á sig kæru fyr­ir ca.2 árum þar sem hann barði og nauðgaði ungri konu í bíl í miðbæ Reykja­vík­ur,“ stendur meðal annars í póstinum.

Kemur þetta fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem opinberuð var í Laugardalnum í gær. Í bréfinu sem Arnar Þór sendi, lýsir hann yfir vonbrigðum sínum að Kolbeinn Sigþórsson hafi verið valinn í landsliðshópinn þrátt fyrir vitneskju KSÍ af kynferðisbroti hans gegn dóttur Arnars, Þórhildi. „Sé þetta ákvörðun sem ekki verður haggað finnst mér
sanngjarnt að ég segi frá því að ég keypti 2 miða á vináttuleik Íslands og Peru hér í New Jersey fyrir 50.000 isk. en hef engan áhuga á því að fara með son minn að sjá manninn sem réðist á systur hans leika sér með bolta. Mun ég þess vegna hafa samband við yfirvöld hér í USA og vara menn þar á bæ við að mögulega hættulegur einstaklingur verði á ferð með íslenska landsliðinu hér síðar í mánuðinum. Þetta þykir mér svartur blettur á annars mögulega góðri landkynningu.“

Sérstaka athygli vekja orð Arnars um annað meintferðisbrot landsliðsmanns sem ekki hefur verið fjallað um áður í fjölmiðlum. „Ég vil einnig láta þess getið að ég veit að annar leikmaður liðsins fékk á sig kæru fyrir ca.2 árum. Þar sem hann barði og nauðgaði ungri konu í bíl í miðbæ Reykjavíkur. Sú kæra var látin niður falla. Því miður veit ég með vissu að það var ekki gert vegna þess að nauðgunin átti sér ekki stað (Ísland er lítið land). Ég mun hins vegar ekki ræða það frekar vegna þess að ég gengst fyllilega undir þá samfélagslegu ábyrgð að maður sé saklaus uns sekt er sönnuð. Það að leikmenn sem eru með opnar ákærur hjá lögreglu eða dómsmálayfirvöldum fyrir ofbeldisbrot séu engu að síður valdir í liðið, get ég hins vegar ekki sætt mig við og ég á frekar von á því að íslenska þjóðin sé á sama máli og jafnvel erlendir aðdáendur íslenska knattspyrnuundursins.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -