2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Assange dæmdur í tæplega árs fangelsi fyrir að skila sér ekki til lögreglu

Stofnandi Wikileaks, Julian Assange, var á miðvikudag dæmdur í 50 vikna fangelsi. Hann hlýtur dóminn fyrir að skila sér ekki til lögreglu árið 2012 eftir kæru. NBC News greinir frá.

Þegar kæran var lögð inn sótti Assange hæli hjá sendiráði Ekvador í London og hefur haldið sig þar síðast liðinn sjö ár. Friðhelgin var afturkölluð í síðasta mánuði og hann dreginn út úr sendiráðinu af lögreglunni. Kæran fól í sér framsalsbeiðni til Svíþjóðar en Assange sagðist hafa óttast mögulegt framsal til Bandaríkjanna. Assange er ákærður í Bandaríkjunum vegna starfa sinna fyrir Wikileaks.

Aðgerðir lögregluyfirvalda vegna eftirlits með Assange í kjölfar þess að hann fékk hæli í sendiáði Ekvádor. Hýsing Assange í sendiráðinu hefur kostað breska skattgreiðendur sex milljón pund. Stuðningsmenn Assange voru viðstaddir í dómsal og mótmæltu þegar dómurinn var kveðinn og Assange leiddur út. Stóðu fleiri fyrir utan með spjöld sem stóð á „Sleppið Julian Assange“ og „Frelsi Assange er frelsið okkar“.

Eins og hefur komið fram stendur Assange einnig frammi fyrir ákæru í Bandaríkjunum fyrir stórfelldan leka trúnaðarskjala Bandaríska hersins. Verði hann framseldur þangað gæti hann átt að höfði sér fimm ára fangelsisvist. Í ákærunni kemur fram að Chelsea Manning, fyrrum starfsmaður í greiningardeild hersins, hafi aðstoðað Assange með lekann. Manning hlaut 35 ára fangelsisdóm árið 2010 fyrir að hafa misnotað stöðu sína og lekið gögnunum. Barack Obama mildaði dóminn og var hún látin laus í maí 2017.

Assange mun mæta fyrir dóm á morgun, fimmtudag, þegar kveðið verður um framsalið og aftur 12. júní. Ferlið getur tekið réttarkerfið í Bretlandi allt að tvö ár, jafnvel lengur. Þá hefur Brexit möguleg áhrif á áfrýjunarrétt Assange, enda óljóst hver staða mannréttindadómstóls Evrópu verður eftir útgöngu Bretlands úr ESB. Margir þingmenn Breska íhaldsflokksins hafa talað fyrir því að Bretland segi sig úr lögsögu mannréttindadómstólsins.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum