Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Borgarfulltrúi í Pétursborg vill sakamálarannsókn á orðum forsetans: „Pútín kallaði stríðið stríð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Borgarfulltrúi í Sánkti Pétursborg vill hefja rannsókn á orðum Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Forsetinn kallaði stríðið í Úkraínu stríð.

Nikita Yuferev, borgarfulltrúi Smolninskoye Municipal hverfis Sánkti Pétursborgar hefur verið afar gagnrýninn á stríðið í Úkraínu. Var hann kærður síðastliðinn september fyrir að níða rússneska herinn er borgarfulltrúar hverfisins kröfðust þess að Pútín yrði sóttur til saka vegna stríðsins í Úkraínu.

Nú hefur Nikita sent beiðni á ríkissaksóknara Rússlands og á Innanríkisráðuneytið þar sem hann biður um að opnuð verði sakarannsókn vegna orða Pútíns forseta en hann kallaði stríðið í Úkraínu sínu rétta nafni, stríð en slíkt er ólöglegt í Rússlandi. Frá þessu er sagt á rússneska miðlinum Medusa sem bannaður er í Rússlandi.

Nikita bað yfirvöld að rannsaka orð Pútíns sem hann lét falla þann 21 desember á blaðamannafundi í Kreml. Þar kallaði forsetinn stríðið „stríð“ en orðrétt sagði hann: „Markmið okkar er ekki að flýta fyrir svifhjóli þessara hernaðarátaka, heldur þvert á móti, til að binda enda á þetta stríð, við erum að reyna að gera það og við ætlum að halda áfram að reyna.“

Birti Nikita færslu á Twitter þar sem hann skrifaði: „Vladimír Pútín kallaði stríðið stríð.“ Bætti hann við: „Það var engin skipun um að enda hina svokölluðu sérstöku hernaðaraðgerð og aldrei var stríði lýst yfir. Fleiri þúsund manns hafa nú þegar verið dæmd fyrir slík orð um stríð. Ég hef beðið yfirvöld að rannsaka Pútín fyrir að dreifa falsfréttum um herinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -