Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Dóttir Hafþórs fæddist andvana: „Orð fá ekki lýst þeim mikla sársauka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dóttir Hafþórs Júlíusar fæddist andvana.

Hjónin Hafþór Júlíus Björnsson og Kelsey Henson greindu frá því á samfélagsmiðlinum Instagram að dóttir þeirra hafi fæðst andvana í vikunni.

„Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum að dóttir okkar, Grace Morgan Hafþórsdóttir, fæddist andvana þann 8. nóvember eftir 21 og hálfrar viku meðgöngu. Eftir að tekið var eftir því að hreyfingar höfðu minnkað komumst við að því að hjartað var hætt að slá,“ segir meðal annars í færslunni hjá hjónunum. „Hún er algjörlega falleg, með ljósa lokka og brúnir og lítið bros fyrir mömmu og pabba. Ástin sem við berum til hennar er yfirþyrmandi.“.

„Orð fá ekki lýst þeim mikla sársauka sem missirinn né þeirri hamingju að hafa fengið að eyða tíma með dóttur okkar,“ en hjónin giftust árið 2018 og greindu frá óléttunni í október. Fyrir eiga þau einn son og þá á Hafþór dóttur úr fyrra sambandi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kelsey Henson (@kelc33)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -