2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Neiman Marcus í þrot

Bandaríska verslunarkeðjan Neiman Marcus er gjaldþrota, þetta kemur fram í frétt New York Times. Þar segir að stærstu verslunarkeðjur Bandaríkjanna hafa undanfarið átt erfitt uppdráttar vegna kórónaveirufaraldursins.

Í mars var tilkynnt að öllum útibúum Neiman Marcus hefði verið lokað tímabundið vegna kórónaveirunnar en útibúin eru 43 talsins. Lokunin reyndist of þungt högg fyrir reksturinn. Í frétt New York Times segir þó að reksturinn hafi gengið erfiðlega undanfarin ár og því ekki hægt að kenna veirunni alfarið um gjaldþrotið.

Neiman Marcus hefur undanfarið verið rekið með tapi og segja sérfræðingar að eigendur félagsins hafi upp á síðkastið ekki náð að bregðast nógu hratt við breytingum á kauphegðun neytenda og sé það hluti vandans.

Önnur stór vöruhús hafa hangið á bláþræði í kórónuveirufaraldrinum en sala á fatnaði og fylgihlutum dróst saman um meira en helming í marsmánuði. Búast má við að salan verið áfram slæm.

AUGLÝSING


Í frétt New York Times er haft eftir William Susman hjá fjárfestingarbankanum Threadstone Advisor að vörumerkið Neiman Marcus muni líklega ekki hverfa alveg þrátt fyrir gjaldþrotið heldur birtast síðar með öðrum hætti. „Efnahagsreikningur Neiman Marcus er slæmur, en þetta er ennþá lúxusmerki,“ sagði hann.

Neiman Marcus var stofnað í Dallas árið 1907.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum