Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Fimm hákarlaárásir með stuttu millibili við New York: „Hann náði í kálfann á mér“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ferðamaður var bitinn af hákarli við strendur Long Island í vikunni, einungis nokkrum klukkustundum eftir að einstaklingur á brimbretti varð fyrir árás á sama svæði. Þar með hafa verið fimm hákarlaárásir í New York á einungis tveimur vikum.

Á vef The Sun kemur fram að brimbrettamaðurinn Shawn Donnely kastaðist af bretti sínu þegar Tígurháfur réðist á hann undan ströndum Smith Point Beach á miðvikudag.

„Hann náði í vinstri kálfann á mér. Þegar ég var að detta af brettinu sá ég uggann og bakið á honum.“ Bit hákarlsins á kálfa Donnely skildi eftir sig rúmlega tíu sentímetra sár. Honum tókst að koma sér í land með næstu öldu.

Síðar þennan sama dag var ferðamaður að vaða í sjónum við Seaview ströndina þegar hákarl réðist á hann. Samkvæmt lögreglu á svæðinu kom hákarlinn aftan að ferðamanninum og beit hann í vinstri úlnlið og rasskinnar. Maðurinn gat gengið en var þó flogið á spítala vegna meiðslanna, sem voru ekki lífshættuleg.

Tveir lífverðir sem voru við störf á nærliggjandi ströndum urðu einnig fyrir hákarlaárásum fyrr í mánuðinum. Annar þeirra, Zach Gallo, var við æfingar á Smith Point Beach þegar hann var bitinn sunnudaginn 3. júlí. Hann hafði verið í hlutverki einstaklings í háska í sjónum á æfingunni þegar hann fann fyrir snörpum sársauka. Hann sagðist hafa fundið gúmmíkennda áferð og þannig áttað sig á því að hann væri í návist hákarls. Hann kýldi hákarlinn til þess að verjast árásinni og komst í land.

Þann 7. júlí var annar lífvörður, John Mullins, við æfingar á nærliggjandi strönd þegar hann varð fyrir árás hákarls.

- Auglýsing -

Annar maður hlaut sár eftir kynni við hákarl þann 30. júní síðastliðinn þegar hann var að synda við Jones Beach.

Á miðvikudag var sund bannað við Smith Point Beach vegna hættulegra sjávardýra.

Bitið eftir hákarlinn á Zach Gallo.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -