Laugardagur 26. nóvember, 2022
4.1 C
Reykjavik

Greindur með kvíða en á nú aðeins tólf mánuði eftir ólifaða: „Ég vissi að það væri eitthvað að“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Breskum föður var tilkynnt að hann ætti aðeins tólf mánuði eftir ólifaða eftir að læknir misgreindi hann með kvíða.

Robin Hendley er 45 ára, fyrir ári síðan byrjaði hann að þróa með sér ýmis líkamleg einkenni en hann vaknaði á nóttunni með hjartsláttartruflanir. Í samtali við breska miðilinn Mirror segir Robin að hann hann hafi verið viss um að hann væri að fá hjartaáfall, síðar fór hann að finna fyrir suði fyrir eyrum, sjónskerðingu og hræðilegum höfuðverk.

„Mér leið eins og einhver hafði lamið mig í höfuðið með krikket kylfu,“ sagði Robin og hélt áfram; „Ég vissi að þetta væri eitthvað meira en kvíði, ég vissi að það væri eitthvað að.“

Robin var áður heilsuhraustur og stundaði líkamsrækt að afli. Hann leitaði til læknis þegar hann fór að finna fyrir þessum furðulegu einkennum en var þá sagt að slaka á, hann væri bara með kvíða. Það leið meira en ár áður en Robin krafðist þess að fara í sneiðmyndatöku þar sem kom í ljós um fimm sentímetra stórt heilaæxli. Robin var sagt að hann ætti aðeins um tólf mánuði eftir ólifaða en reynt var að fjarlægja æxlið með aðgerð, ekki var þó hægt að ná því öllu. Við tók harkaleg geislameðferð en eftir allar reyndar meðferðir tókst Robin ekki að sigrast á krabbameininu.

„Ég vakna stundum á nóttunni og hugsa hvernig jarðaförin mín verði og hver mætir í hana,“ segir Robin.

Robin hefur hafið óhefðbundna meðferð sem felur í sér að þjálfa líkamann í að ná valdi yfir krabbameininu, hann hefur nú þegar borgað um 40 þúsund pund fyrir meðferðina.

- Auglýsing -

Robin og fjölskylda hans settu upp söfnun fyrir meðferðum sem munu kosta hann að lágmarki 25 þúsund pund á mánuði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -