Laugardagur 27. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Ylströndin Nauthólsvík: Potturinn fullur af ilmvatnslykt og skítafýluhnúðum sem tíma ekki að borga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður sem greiðir fyrir 6 mánaða kort að Ylströndinni í Nauthólsvík kvartar yfir því að gestir sem ekki greiða fyrir notkun á aðstöðunni fari rakleiðis ofan í heita pottinn án þess að þvo sér fyrst og fyrir vikið sé hann fullur af ilmvatnslykt og skítafýluhnúðum sem ekki tíma að borga.

Hann lýsir þessu sem óréttlæti og spyr sig að því hvort ekki sé þá heiðarlegra að hafa aðgang að svæðinu ókeypis en að hann sé að greiða fyrir aðra en sjálfan sig.

Greitt er fyrir aðgang að aðstöðu Ylstrandarinnar sem samanstendur af heitum potti, vaðlaug, eimbaði, upphituðu sjávarlóni, baðaðstöðu auk veitingasölu en í reglum sem birtar eru á síðu hennar kemur fram að gestum beri að þvo sér án sundfata áður en farið sé í heitu pottana.

Starfsmaður Ylstrandarinnar sagði í samtali við Mannlíf að öllum gestum svæðisins væri skylt að greiða aðgangseyri en þar sem svæðið væri opið gæti reynst erfitt fyrir starfsfólkið að fylgjast með því hverjir hefðu greitt og hverjir ekki, sérstaklega þegar miklar annir væru.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -