Föstudagur 31. mars, 2023
8.8 C
Reykjavik

Kevin Spacey fyrir dóm vegna fjögurra kynferðisbrota gegn þremur mönnum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Óskarsverðlaunaleikarinn Kevin Spacey neitaði sekt í fjórum kynferðisbrotamálum fyrir dómi í Englandi í morgun. Réttarhöld munu því fara fram og er áætlað að þau hefjist í júní á næsta ári.

Kevin Spacey er sakaður um að hafa brotið kynferðislega á þremur mönnum. Hin meintu brot eru sögð hafa verið framin á árunum 2005 til 2013 á meðan hann starfaði sem listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins í London.

Hann er sakaður um tvö kynferðisbrot gegn einum manni, sem nú er á fimmtugsaldri, í London í mars árið 2005.

Annað brot sem hann er kærður fyrir snýr að manni sem nú er á fertugsaldri. Spacey er sakaður um að hafa brotið á honum kynferðislega með því að neyða hann til samfara, í London í ágúst árið 2008.

Hann er einnig sagður hafa beitt mann, sem nú er á fertugsaldri, kynferðisofbeldi í Gloucestershire í apríl árið 2013.

Lögregla hóf að skoða málið árið 2017 eftir að ásakanir komu fram og tóku Spacey í viðtal tveimur árum síðar. Leikarinn hefur neitað öllum ásökunum sem á hann hafa verið bornar.

- Auglýsing -

Stjórnendur Old Vic leikhússins báðust á sínum tíma afsökunar og gengust við því að hafa fengið veður af óviðeigandi hegðun Spacey meðan hann var þar sem listrænn stjórnandi.

Eftir að ásaknirnar á hendur leikaranum komu fram var hann sviptur alþjóðlegum Emmy-verðlaunum og aðalpersónan sem hann lék í vinsælu Netflix-þáttunum House of Cards var drepin og hann rekinn úr verkefninu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -