Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Myrti Uber-bílstjóra vegna misskilnings – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

81. árs gamall maður í Ohio í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að drepa Uber-bílstjóra sem hann hélt að væri kúga sig fyrir hönd annars manns.

Hinn handtekni heitir William Brock en hann er sakaður um að hafa drepið Loletha Hall fyrir utan heimili Brock í mars. Brock hefur játað að hafa skotið Hall en sagði við lögregluna að hann hélt að um sjálfsvörn væri að ræða. Hann hélt að Hall væri komin til að sækja lausnargjald frá Brock en vikurnar á undan hafði hann fengið símtöl þar sem honum var tilkynnt að hann þyrfti að borga þúsundir dala vegna ættingja í fangelsi. Brock sagði við lögreglu að hann málið hefði ruglað sig mikið.

Að sögn lögreglu var Uber-bílstjórinn sendur til Brock til að sækja peningana án þess að vera í slagtogi með þrjótunum sem voru að kúga Brock. Einu fyrirmæli Hall voru að fara til hans að sækja pening.

Þegar Hall mætti heim til Brock skaut hann Hall og dó hún í kjölfarið. Brock hefur verið ákærður fyrir morð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -