Mánudagur 22. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Natalie Portman svarar gagnrýninni – Segir hliðverði á öllum vígstöðvum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirlýsing bandarísku leikkonunnar Natalie Portman á Óskarsverðlaununum á sunnudaginn hefur vakið mikla athygli en Portman klæddist herðaslá frá Dior með útsaumuðum nöfnum fimm kven­kyns leik­stjóra sem henni finnst akademía Óskarsins hafa litið fram hjá.

Fimm karlar voru tilnefndir í flokki leikstjóra á Óskarnum en engin kona. Með yfirlýsingu sinni vildi Portman vekja fólk til umhugsunar um hvernig er gjarnan litið fram hjá konum í kvikmyndabransanum. Portman hlaut mikið hrós fyrir gjörninginn en einnig gagnrýni.

Nöfn kvennanna sem voru ísaumuð í herðaslá Portman voru Lorene Scafaria (leikstjóri Hustlers), Lulu Wang (leikstjóri The Farewell), Greta Gerwig (leikstjóri Little Women), Marielle Heller (leikstjóri A Beautiful Day in the Neighborhood) og Melina Matsoukas (leikstjóri Queen & Slim). Mynd
/ EPA

Leikkonan Rose McGowan er ein þeirra sem hefur gagnrýnt Portman. Hún benti á að Portman sjálf hafi aðeins unnið með tveim­ur kven­kyns leik­stjór­um á ferli sín­um, að Portman sjálfri meðtaldri.

McGowan birti færslu á Facebook og vakti athygli á málinu. Hún sagði Portman sjálfa vera vandamálið og sagði gjörning hennar vera „falskan stuðning“. Hún vill sjá Portman og aðrar konur í hennar stöðu sýna stuðning í verki. Margir hafa tekið undir með McGowan.


„Ótrúlega erfitt“ fyrir konur að komast að

Nú hefur Portman svarað gagnrýninni í yfirlýsingu sem BBC birtir. Í yfirlýsingunni segir Portman gagnrýnina eiga rétt á sér en bendir á ýmis verkefni sem hún hefur tekið þátt í þar sem konur hafa verið við stjórnvölinn.

- Auglýsing -

„Á mínum langa ferli hef ég sjaldan fengið tækifæri til að vinna með kvenkyns leikstjórum,“ segir Portman í yfirlýsingunni áður en hún telur svo upp nokkur dæmi.

Hún segir þá að það sé „ótrúlega erfitt“ fyrir konur að komast að í kvikmyndaverum, að fá fjármagn og komast yfir aðrar hindranir sem verða á vegi kvenna í bransanum.

Portman segir einnig erfitt fyrir kvenkyns leikstjóra að koma kvikmyndunum sínum að á kvikmyndahátíðum, að fá dreifingu og umfjöllun vegna hliðvarða (e. gatekeepers) sem eru á öllum vígstöðvum.

- Auglýsing -

„Ég hef reynt og ég mun halda áfram að reyna. Þó að ég hafi ekki náð árangri þá er ég bjartsýn á að nýir tímar séu fram undan.“

Natalie Portman vakti athygli á því að fimm karl­ar voru til­nefnd­ir í flokki leik­stjóra á Óskarsverðlaununum en engin kona. Mynd / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -