Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Rússneskir hermenn sagðir nota nauðgun sem stríðsvopn – Konur stíga fram og lýsa ofbeldinu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sífellt fleiri vísbendingar benda til þess að konur í Úkraínu verði fyrir kynferðisofbeldi á svæðum sem hafa verið endurheimt af rússneskum hersveitum sem hafa hörfað. Fréttamiðillinn The Guardian greindi frá málinu í gær.

Bendir margt til þess að hótanir um nauðgun hafi verið notað sem stríðsvopn. Heimurinn varð sleginn eftir ljósmynd Mikhail Palinchak, sem birtist á vefmiðlum í gær þar sem lík eins manns og þriggja kvenna hafði verið hrúgað undir teppi við þjóðveginn skammt frá Kyiv. Konurnar voru naktar og lík þeirra höfðu verið brennd að hluta að sögn ljósmyndarans. Myndin sögð eitt af sönnunargögnum þess að nauðgunum, pyntingum og aftökum hafi verið beitt gegn almennum borgurum Úkraínu meðan svæðin voru undir stjórn Rússa.

Rússneskir hermenn hafa dregið sig til baka frá bæjum og úthverfum til þess að einbeita sér að austurhluta Úkraínu. Í kjölfarið hafa konur og stúlkur stigið fram og sagt lögreglu, fjölmiðlum og mannréttindasamtökum frá hræðilegu ofbeldi sem þær urðu fyrir af hendi rússneskra hermanna. Hópnauðganir, líkamsárásir og nauðganir fyrir framan börn er meðal þess sem konurnar greina frá og er nú rannsakað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -