2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Segir Andrew eiga að bera vitni

David Boies, lögmaður fimm kvenna sem hafa sakað auðkýfinginn og kyn­ferðisaf­brota­mann­inn Jeffrey Epstein um mansal og misnotkun, segir Andrew Bretaprins, vin Epstein, eiga að bera vitni í máli kvennanna.

Þetta kemur fram í Panorama, þætti BBC, um mál kvennanna. Þar er meðal annars fjallað um tengsl Epstein við Andrew Bretaprins en þeir voru nánir vinir.

Lögmaður kvennanna segist ætla að senda Andrew vitnastefnu þar sem honum verður gert að bera vitni í málum þeirra. Hann telur Andrew búa yfir mikilvægum upplýsingum er varða ásakanir á hendur Epstein um mansal þar sem Andrew var tíður gestur á heimilum Epstein. Í umdeildu viðtali sem Andrew veitti Newsweek nýverið hélt hann því fram að hann hafi aldrei orðið var við neitt grunsamlegt á heimilum Epstein sem gæti bent til mansals eða vændis.

Þess má geta að Jeffrey Epstein lést í ágúst en hann svipti sig lífi í fangaklefa.

AUGLÝSING


Sjá einnig: „Bara annað okkar er að segja satt“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum