Miðvikudagur 20. september, 2023
10.8 C
Reykjavik

Sinéad O’Conner er látin aðeins 56 ára að aldri

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tilkynnt hefur verið um andlát Sinéad O’Connor, en hún var aðeins 56 ára.

Írski vefurinn RTE birtir tilkynningu frá fjölskyldu söngkonunnar sem segir: „Við tilkynnum það með miklli sorg að okkar ástkæra Sinéad er látin. Fjölskylda hennar og vinir eru harmi slegnir og hafa óskað eftir næði á þessum erfiða tíma.“

Eftir að frægðarsól hennar reis sem hæst í upphafi 10. áratugarins fór að halla undir fæti hjá henni. Hún sagði í viðtali við Oprah árið 2017 að hún þjáðist af geðhvarfasýki og hefði upplifað sjálfsvígshugsanir. Hún hætti við tónleikaferð sína árið 2012 í kjölfar taugaáfalls og árið 2015 sagði hún frá því á Facebook að hún hefði tekið of stóran skammt af lyfjum og stuttu síðar sagði hún að henni hefði verið haldið á sjúkrahúsi þar sem geðheilsa hennar hefði verið metin. Í ofanálag fannst 17 ára sonur hennar látinn í janúar í fyrra.

Ekki hefur verið greint frá dánarorsökum O’Connor.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -