Miðvikudagur 20. september, 2023
10.8 C
Reykjavik

Þingnefnd í Bandaríkjunum yfirheyrði þrjá fyrrum hermenn: Líkamsleifarnar voru ekki mennskar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bandaríska þingið veitti í gær þremur vitnum áheyrn í gær vegna vitnisburðar þeirra vegna fljúgandi furðuhluta eða UAP sem stendur fyrir Unidentified Aerial Phenomena en þetta er í fyrsta sinn sem þingið gerir slíkt í yfir 50 ár.

Undirnefnd sem fer með málefni gegn hryðjuverkum, gereyðingarvopnum og gagnnjósnum yfirheyrði Ryan Graves sem er fyrrum flugmaður Bandaríska sjóhersins, David Fravor sem er hættur störfum sem yfirmaður í sjóhernum og David Grusch sem var vikið úr starfi sínu hjá flugher Bandaríkjanna fyrir uppljóstranir en yfirheyrslurnar snerust um upplýsingar eða upplifanir í tengslum við fljúgandi furðuhluti.

Þinghald þetta kemur í kjölfar stofnunnar starfshóps á vegum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem settur var á laggirnar eftir að US Intelligence Community, sem er hópur fólks úr ýmsum ríkisstofnunum með það m.a. að leiðarljósi að tryggja þjóðaröryggi þar í landi, birti frumgreiningu sína á 144 tilkynningum um fljúgandi furðuhluti þar sem aðeins var hægt að útskýra eina þeirra.

Á einum tímapunkti yfirheyrslunnar var David Grusch spurður að því hvort hann sjálfur eða fólk sem hann hafði talað við byggi yfir beinni vitneskju um loftför sem ekki væru af mennskum uppruna sem hann svaraði játandi þar sem hann hafði tekið viðtöl við fólk sem gat lýst því sem fram fór þar sem slík för höfðu hrapað og staðhæfði að slík för hefðu verið færð til geymslu.

Í kjölfarið var hann inntur eftir því hvort að líkamsleifar flugmanna þessara fara hefðu fundist sem hann svaraði að lífrænar leifar hafi fundist og að það væri mat fólks með beina þekkingu á málum að ekki væri um mannverur að ræða.

Yfirheyrslurnar má sjá hér:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -