Föstudagur 29. september, 2023
7.1 C
Reykjavik

Úkraínsk yfirvöld neita sök í árásum á Moskvu: „Við horfum á með ánægju“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Úkraínsk yfirvöld segjast ekki bera ábyrgð að drónaárásum á Moskvu.

Fjöldi tilrauna til drónaárása voru gerðar á Moskvu, í Rússlandi í gærnótt en aðeins einn dróninn náði að springa. Ástæðan fyrir því eru tvennskonar, annars vegar skutu yfirvöld í Kreml niður þó nokkra dróna niður en svo er talið að hinar hafi ekki spurngið vegna þess að þær hittu ekki ætluð skotmörk. Brak úr drónum hittu tvær íbúðarblokkir í Moskvu. Smávægilegar skemmdir urðu á byggingunum, en enginn slasaðist alvarlega.

Ekki urðu alvarleg slys á fólki í árásunum.

Samkvæmt Meduza, hafa yfirvöld í Úkraínu neitað að hafa staðið fyrir árásunum. „Við horfum á með ánægju og spáum aukningu á árásum, en við höfum auðvitað engar beinar tengingar,“ sagði ráðgjafi Zelensky forseta, Mykhailo Podolyak við fjölmiðla. Bætti hann við að yfirvöld í Úkraínu hafi meiri áhyggjur af stöðugum árásum á Kænugarð, en drónum í Moskvu. „Við höfum lítinn áhuga á þessu.“

Stjórnvöld í Kreml hafa kallað árásirnar hryðjuverk gegn óbreyttum borgurum og að nú sé helsta verkefni þeirra að koma í veg fyrir ofsahræðslu meðal borgarbúa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -