Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Erlingur Ragnar er látinn: Leiðtogi og harðduglegur nagli með hjarta úr gulli kveður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erl­ing­ur Ragn­ar Lúðvíks­son húsa­smíðameist­ari og slökkviliðsmaður fædd­ist í Reykja­vík 6. júní 1939. Hann lést á lungna­deild Lands­spít­al­ans 7. janú­ar 2021. Erlingur var aðalvarðstjóri hjá Slökkviliðinu í Reykjavík og í tugi ára var hann afar farsæll í einu mikilvægasta starfi samfélagsins. Þá var hann landsliðsmaður í handknattleik og lék með liðinu á stórmóti. Greint er frá andláti þessa merka manns í Morgunblaðinu.

Erlingur var 15 ára þegar hann settist á skólabekk til að læra húsasmíði hjá Bjarna Ólafssyni í Laugarnesskóla. Erlingur var á unglingsaldri, aðeins 16 ára, þegar ástkær bróðir hans, Einar Guðgeir Þorbjörnsson, lést af slysförum, þá rétt um tvítugt. Hafði bróðurmissirinn djúpstæð áhrif á Erling sem nú þurfti að axla mikla ábyrgð vegna fjölskylduaðstæðna. Erlingi er lýst sem nagla af gamla skólanum af samstarfsfólki hjá slökkviliðinu en hafi verið með hjarta úr gulli. Þá var Erlingur mikill fjölskyldumaður, duglegur, kraftmikill og ósérhlífinn.

Erlingur var giftur Jakobínu Ragnheiði Ingadóttur. Þau eignuðust þrjú börn, Inga Einar, Elvar Örn og Björg Rögnu.

Þá reyndust Bjarni og Kristi­legt fé­lag ungra manna, KFUM, klettar Erlings á erfiðum tímum. Alla tíð eftir það átti KFUM stað í hjarta Erlings og Vatnaskógur var einn hans griðastaða en þar hafði hann dvalið heilt sumar. Þá æfði Erling knattspyrnu og handbolta með Fram og ÍR og vann mikið í fé­lags­mál­um íþrótta­fé­lag­anna. Þá var hann um tíma sem vall­ar­stjóri í Kópa­vogi.

- Auglýsing -

Erlingur gekk í slökkvilið Reykjavíkur árið 1968 og þar starfaði hann í hvorki meira né minna en 35 ár eða til ársins 2003. Erlingur var frábær íþróttamaður og lék knattspyrnu með Fram og handknattleik með ÍR. Til marks um hæfileika hans í handknattleik, þá lék hann með Íslenska landsliðinu á heimsmeistaramóti.

Börn Erlings; Ingi, Elvar og Björg, segir í minningargrein um föður sinn:

„Pabbi talaði ekki illa um nokk­urn mann né niður til, hann kenndi okk­ur rétt­sýni, vinnu­semi, hjálp­semi, dugnað og ekki síst seiglu. Pabbi var sterk­ur karakt­er sem gott var að treysta á og hafa í sínu liði,“ segir Sólveig og bætir við á öðrum stað:

- Auglýsing -

„Pabbi var far­sæll slökkviliðsmaður, öfl­ug­ur reykkafari og sinnti jafn­framt þjálf­un á því sviði hjá slökkviliðinu, síðar varð hann varðstjóri. Hann skipu­lagði verk, und­ir­bjó, hélt mann­skap að verki og vann alltaf á fullu sjálf­ur bæði í slökkviliðinu og smíðinni. Við minn­umst þess vel hve ein­beitt­ur hann var og til­bú­inn að tak­ast á við hver þau verk­efni sem biðu á kom­andi vakt.“

Þá kemur fram að þegar taka þurfti stórar ákvarðanir hafi oft verið leitað til Erlings. Dæmi um það er þegar Kringl­an var byggð og síðar Smáralind skipuðu yf­ir­menn Slökkviliðsins hann til sér­stakra starfa á þeim vett­vangi; að gæta þess að regl­um um bruna­hönn­un og eld­varna­ör­ygg­is­mál í þeim bygg­ing­um væri fylgt.

Fjölmargir minnast Erlings og segja. Ársæll Aðal­bergs­son og Ólaf­ur Sverris­son fyrir hönd KFUM skrifa:

„Marg­ir eiga góðar minn­ing­ar um þátt­töku í starfi KFUM í gegn­um tíðina. Einn þeirra var Erl­ing­ur Lúðvíks­son. Hann kynnt­ist ung­ur starfi KFUM. Þar hitti hann meðal ann­ars þá Árna Sig­ur­jóns­son og Bjarna Ólafs­son sem voru leiðtog­ar í starf­inu í Reykja­vík. Þeir létu sér annt um dreng­ina sem sóttu fundi hjá þeim og lauk þeirri vænt­umþykju ekki þegar fund­un­um lauk. Þess fékk Erl­ing­ur að njóta þegar hann þurfti þess með. Meðal ann­ars sáu þeir Árni og Bjarni til þess að Erl­ing­ur fékk að vera heilt sum­ar í Vatna­skógi þegar aðstæður heima voru ekki sem best­ar fyr­ir ung­an dreng.

Skóg­ar­menn KFUM þakka Erl­ingi allt gott og senda fjöl­skyldu hans inni­leg­ar samúðarkveðjur.“

Jón Viðar Matth­ías­son, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins skrifar um vin sinn og fyrrverandi samstarfsfélaga.

„Erl­ing­ur var fædd­ur að sumri árið 1939, þegar fyr­ir­ferð var ekki mik­il við hátíðahöld Íslend­inga frek­ar en í hvers­deg­in­um og var af nægju­sam­ari kyn­slóð en við sem yngri erum. Árið 1939 stóð heims­byggðin á þrösk­uldi heims­styrj­ald­ar sem leiddi af sér hörm­ung­ar og höft á frelsi fólks. Að vissu leyti kveður Erl­ing­ur sam­fé­lag mann­anna því á keim­lík­um stað og það var þegar jarðvist hans hófst, þrátt fyr­ir hinar miklu sam­fé­lags­legu breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á ævi­skeiði hans.“

Þá segir Jón Viðar einnig: „Elli, eins og við kölluðum hann, stjórnaði vakt­inni sinni af festu. Þar var allt á hreinu og all­ir til­bún­ir í út­kallið þegar kallið kom og fékk ég að kynn­ast því að starfa við hlið hans á vett­vangi og það oft við mjög krefj­andi aðstæður. Elli hugsaði einnig mjög vel um vakt­ina sína og náði það langt út fyr­ir veggi slökkviliðsins.“

„Á sín­um tíma sinnti Elli einnig verk­legri þjálf­un slökkviliðsmanna,“ segir Jón Viðar.

Erling tók öt­ul­an þátt í að rækta sam­band slökkviliðsmanna við koll­ega í Þýskalandi. Ásamt öðrum stóð hann m.a. fyr­ir því að sum­ar­bú­staðir fyr­ir BSRB væru smíðaðir á plan­inu hjá slökkviliðinu í Skóg­ar­hlíð til þess að fjár­magna heim­sókn Þjóðverj­anna til Íslands. Jón Viðar segir að lokum:

„Við minn­umst Ella með hlýju, hann var traust­ur vin­ur, leiðtogi og lærifaðir yngri starfs­manna og mjög oft vitnað í hann þegar leysa þurfti flók­in verk­efni. Hans verður sárt saknað.

Um leið og ég þakka Erl­ingi sam­fylgd­ina og þjón­ustu hans við íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins votta ég Jakobínu, börn­um þeirra og öðrum ást­vin­um mína inni­leg­ustu samúð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -