Fimmtudagur 10. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

Færeyjahneykslið: Samherji þrætir fyrir rannsókn og vitnar í skattstjóra sem kannast ekki við neitt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Engin skattrannsókn er hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Samherji fékk það staðfest hjá Eyðun Mørkør yfirmanni færeyska skattsins, TAKS. Fréttir Ríkisútvarpsins í gær um skattrannsókn í Færeyjum eru því rangar og byggja á rangtúlkun og útúrsnúningi á ummælum Mørkør í viðtali við Kringvarp Føroya,“ skrifa Samherjamenn á heimasíðu fyrirtækisins vegna fréttar Ríkisútvarpsins um að skattayfirvöld í Færeyjum væru með til rannsóknar falsaðar lögskráningar sjómanna Samherja í Namibíu sem lögskráðir voru á færeysk flutningaskip til að ná fram skattaafslætti.

Ítarlegar fréttir voru fluttar af málinu í Færeyjum og á Íslandi. Lögskráningin var að sögn til þess að komast undan sköttum í Namibíu þar sem Samherji verst ásökunum um mútur og annað misferli tengt úthlutun kvóta. Fyrirtækið hefur ítrekað sakað fréttamenn Kveiks og yfirmenn RÚV um að falsa fréttir. Hins vegar blasir við að áhrifamenn í Namibíu hafa verið hnepptir í varðhald og sakaðir um mútuþægni.

Samherji stendur í ströngu í Namibíu.

Samherjamenn þögðu í fyrstu þunnu hljóði um ásakanir varðandi skattsvikin í Færeyjum. Nokkrum dögum síðar birtist eftirfarandi frétt RÚV sem vakti upp viðbrögð Samherja:

„Mín fyrsta hugsun var: Hér er skítamál á ferðinni,“ sagði Eyðun Mørkøre, yfirmaður færeyska Skattsins, aðspurður um þær fréttir að Samherji hafi misnotað sér skattareglur í Færeyjum til þess að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Færeysk skattayfirvöld hafa formlega hafið rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja í Færeyjum.

Á heimasíðu Samherja kveður við annan tón. Félagið segist hafa látið látið kanna málið sérstaklega hjá TAKS.

„Í skriflegu svari frá Eyðun Mørkør kemur fram að endursögn Ríkisútvarpsins á ummælum hans sé röng. Þá fékk Samherji staðfest að engin skattrannsókn væri í gangi í Færeyjum á hendur félaginu,“ segir á heimasíðu félagsins sem í kjölfarið sendi Ríkisútvarpinu beiðni um leiðréttingu. Ríkisútvarpið hefur ekki brugðist við því en færeyski skattstjórinn brást við í gær með yfirlýsingu á Facebook þar sem hann hann þvertekur fyrir að hafa sagt Samherja að ekki væri rannsókn á félaginu og telur að um misskilning sé að ræða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -