Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Faldi óléttuna fyrir heiminum en nú er barnið fætt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirsætan, raunveruleikastjarnan, frumkvöðullinn og áhrifavaldurinn Kylie Jenner tilkynnti í gær að hún væri búin að eignast sitt fyrsta barn með kærasta sínum, Travis Scott. Kylie er dóttir Kris og Caitlyn Jenner og hvað þekktust fyrir að taka þátt í raunveruleikaþættinum Keeping Up With the Kardashians með fjölskyldu sinni.

Kylie faldi óléttuna fyrir umheiminum, en þó var mikið búið að skrifa um meinta meðgöngu í öllum helstu fréttamiðlum heims. Hún útskýrði af hverju í færslu á Instagram um leið og hún tilkynnti um fæðingu barnsins.

„Ég ákvað að vera ekki ólétt fyrir framan allan heiminn. Ég vissi að ég þyrfti að undirbúa mig fyrir þetta hlutverk lífs míns á eins jákvæðan, streitulausan og heilbrigðan hátt og ég gat,“ skrifar Kylie og heldur áfram.

„Ég vissi að barnið mitt myndi finna fyrir allri streitu og hverri einustu tilfinningu þannig að ég valdi að gera þetta svona fyrir litla lífið mitt og hamingju okkar.“

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Sjaldséð Chicago West

Aðdáendur stjörnunnar eru eflaust búnir að sakna hennar, enda er hún þekkt fyrir að fara mikinn á samfélagsmiðlum og leyfa umheiminum að fylgjast með hverju fótspori. En Kylie bætir þessa fjarveru svo sannarlega upp með rúmlega ellefu mínútna löngu myndbandi í heimildarþáttastíl þar sem hún fer yfir meðgönguna.

Kylie, Chicago og Kim.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en það byrjar með upptöku frá árinu 1997 þegar Kris Jenner fæddi Kylie. Þá er einnig tekið viðtal við bestu vinkonu Kylie, Jordyn Woods, þar sem hún fer yfir það hvernig Kylie sagði henni stóru fréttirnar. Einnig er að finna fjölmörg myndbrot af kærustuparinu Kylie og Travis, sem hafa ávallt reynt að halda einkalífi sínu út af fyrir sig.

- Auglýsing -

Það er einnig vert að minnast á að í myndbandinu má sjá litlu Chicago West, þriðja barn Kim Kardashian, systur Kylie, og Kanye West sem kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður þann 15. janúar. Í myndbandinu sést Kylie halda á litlu frænku sinni á meðan Kim ákveður að undirbúa hana fyrir það sem koma skal.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -