Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Fjórmenningarnir íslensku áttu sér fyrirmynd í norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Komið er á daginn að skipulagðar árásir mannanna sem lögregla og sérsveit handtók í stórri aðgerð á þriðjudag eru sagðar hafa verið yfirvofandi á næstunni, en það er Morgunblaðið sem hefur heimildir fyrir þessu.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að lögregla hafi sett vörð um Alþingishúsið án þess að mikið bæri á; og þá sé rætt um að mennirnir hafi sýnt árshátíð lögreglumanna, sem er á dagskrá í næstu viku, sérslegan áhuga.

Mennirnir fjórir – allt Íslendingar á þrítugsaldri; eru grunaðir um undirbúning hryðjuverka sem og ólöglegan innflutning og framleiðslu skotvopna.

Morgunblaðið heldur því fram að mennirnir hafi, samkvæmt heimildum blaðsins, átt sér fyrirmyndir í þjóðernisöfgum á Norðurlöndum; þar á meðal fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik.

Og segir að lögregla hafi til dæmis fundið ofstækisáróður í húsleit í aðgerðunum; auk þess lagði lögregla hald á tugi skotvopna; þar mátti finna meðal hálfsjálfvirkar byssur sem og ógrynni skotfæra. Kemur fram að sumar byssurnar hafi verið þrívíddarprentaðar – en að auki var lagt hald á hefðbundnar byssur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -