2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Flytja meira inn frá Póllandi

Samskip hefur opnað nýja siglingaleið frá Póllandi.

„Það er verið að byggja gríðarlega mikið og byggingastigið hér mun haldast óbreytt til 2020. Helsta aukning í innflutningi er einmitt byggingarefni frá Póllandi, stálgrindur og fleira. En svo er pólskt samfélag á Íslandi sem þarf að þjónusta,“ segir Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri innflutningasviðs Samskipa.

Samskip voru að opna nýja siglingaleið með erlendum samstarfsaðila frá Póllandi, í gegnum Eystrasaltið, Ósló í Noregi og Árósa í Danmörku. Birgir segir að kallað hafi verið eftir bættum tengingum við þetta svæði og sé Samskip nú að svara því.

Verðmæti innflutnings frá Eystrasaltsríkjunum hefur aukist nokkuð á síðastliðnum átta árum. Mesti vöxturinn er á innflutningi frá Póllandi. Verðmætið nam tæpum 5,9 milljörðum króna árið 2010 en var kominn upp í 20,1 milljarð í fyrra. Mesti vöxturinn var frá 2016 til 2017 eða upp á 42% á milli ára.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is