Sunnudagur 19. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Foreldrar trans barna gefa lítið fyrir svör Landspítalans: „Þetta veldur börnunum gríðarlegum áhyggjum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landspítalinn sendi gær frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að þjónusta sé enn í boði fyrir trans börn og ungmenni á barna- og unglingageðdeild spítalans, BUGL. Foreldrar trans barna og ungmenna segja hins vegar ekkert nýtt koma fram tilkynningu spítalans. Enn vanti starfsfólk með fagþekkingu sem geti veitt börnunum viðeigandi þjónustu og óljóst sé hvenær börn á biðlista komi til með að fá aðstoð.

„Við vitum ekki hvenær börnin sem eru á biðlista komast þarna að. Það veldur börnunum og foreldrum þeirra gríðarlegum áhyggjum,“ segir María Bjarnadóttir, móðir 15 ára trans stúlku, í samtali við Mannlíf.

„Það er líka stórt vandamál,“ segir Birna Björg Guðmundsdóttir, móðir átta ára trans stúlku. Hún bendir á að þótt fram komi í umræddri tilkynningu að þjónustan sé til staðar þá hafi foreldrarnir engu að síður verulegar áhyggjur af því að á BUGL sé ekki lengur starfsrækt sérstakt trans-teymi með viðeigandi þekkingu á málaflokknum, en eins og Mannlíf greindi frá í síðustu viku þá hefur ekki verið kleyft að halda úti slíku teymi frá áramótum. Dæmi séu um að foreldrar hafi í kjölfarið þurft að sitja yfir börnum sínum vegna þunglyndis, átröskunar eða sjálfsvígshættu. „Það er ekkert talað um að það vanti fjármagn, sem er stóra ástæðan,“ bendir Birna á. „Það sækir engin um þessar stöður þar sem launinn eru léleg.“

Velferð trans barna og unglinga í húfi

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, segir auðvitað frábært að heyra að grundvallarþjónusta sé enn til staðar á Landspítalanum. Það sé reyndar nokkuð sem hafi áður komið fram í samtali hennar og aðstenda trans ungmenna við forsvarsfólk BUGL. „Það er hins vegar mjög skýrt að það þarf að útbúa sér teymi sem byggir sér upp reynslu og fagþekkingu á þessu sviði til að veita trans börnum og fjölskyldum þeirra gæða þjónustu sem er í samræmi við fremstu verklagsreglur og ferla í þessum málum,“ segir Ugla.

„Það þarf því að tryggja að fjármagn og mannafli sé til staðar til þess að sinna þessari þjónustu, enda lög um kynrænt sjálfræði skýr hvað þetta varðar,“ bendir Ugla á og segir stjórn Trans Íslands taka þessa stöðu mjög alvarlega. „Og við vonumst til þess að fundin verði lausn á þessu sem allra, allra fyrst, enda velferð trans barna og unglinga í húfi.“

- Auglýsing -

Þess má geta að aðstendur trans barna og ungmenna hafa hafið undirskriftasöfnun til að ýta á stjórnvöld að bregðast við í málinu. Slóðina má nálgast hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -