Laugardagur 13. ágúst, 2022
11.8 C
Reykjavik

Formaður Geðhjálpar: „Fólk er uggandi yfir stöðunni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Rýmum hefur verið fækkað á geðsviði Landspítalans í sumar vegna manneklu. Formaður Geðhjálpar viðrar þá hugmynd að notendur með reynslu af geðheilbrigðisþjónustu verði fengnir til ráðgjafar á geðsviði til að bregðast við ástandinu.

„Notendur með reynslu af geðheilbrigðisþjónustu geta boðið fram sína þekkingu og tekið þátt í starfinu á geðsviði. Þetta er fólk sem gæti verið til mikil stuðnings fyrir sjúklinga. Eitthvað þarf að gera því fólk hefur verið að hafa samband við okkur og það er mjög uggandi yfir stöðunni. Þetta reynir auðvitað verulega á þá einstaklinga sem eru hvað veikastir og þeirra aðstandendur,“ segir Einar Þór Jónsson, formaður Geðhjálpar um þær fréttir þess efnis að legurýmum á einni af þremur bráðageðdeildum Landspítalans, deild 33-A, hafi nú verið fækkað um fimmtán til að bregðast við manneklu starfólks yfir sumarið.

Hann bætir við að sér og stjórn Geðhjálpar finnist ekki forsvaranlegt að spítalinn grípi til þessara aðgerða þegar aðstæður eru hvað erfiðastar fyrir umrætt fólk, enda sýni reynslan að raunverulegt hættuástand skapist þegar rýmunum á geðsviði er fækkað á sumrin. Nokkuð sem hann þekki af eigin raun. „Það hefur sýnt sig að sú þjónusta sem er í boði hefur ekki dugað og nú á að skera þá þjónustu niður um helming í einhverjar vikur, í hagræðingarskyni eins og það er orðað. Slíkt gengur bara ekki upp, það segir sig auðvitað sjálft.“

Síðastliðin tíu ár hefur mannekla á geðsviði orðið til þess að gripið hefur verið til fyrrgreinds ráðs, þ.e. að fækka rýmum yfir sumarið og þar til eftir verslunarmannahelgi. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans hefur sagt í fréttum RÚV að fjölga þurfi hjúkrunarfræðingum til að halda starfseminni gangandi. Af öryggisástæðum gangi einfaldlega ekki að halda úti deildum með ófaglærðu starfsfólki.

Einar segir þetta sýna að sýna meira fjármagn þurfi í málaflokkinn og víkka þurfi út bjargráð til að halda þessum deildum gangandi. Þá segir hann að önnur hugmynd sé að fara þess á leit við starfsfólk geðsviðs að það dreifi betur úr fríum sínum yfir árið svo hægt sé að koma í veg fyrir sumarlokanir vegna manneklu.

Mynd / Skjáskot af RÚV

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -