Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Formaður VR gagnrýnir sölu Íslandsbanka og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska ríkið á í fyrsta skipti frá því eftir hrun minnihluta í viðskiptabönkunum þremur. Umfram eftirspurn var í útboði fyrir fagfjárfesta á hlut ríkisins í Íslandsbanka og gagnrýnir formaður VR að hluturinn hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2.

Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra.

Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslunnar á tæplega fjórðungs hlut ríkisins í Íslandsbanka sem hófst í vikunni og lauk klukkan sex í gærmorgun.

Velflestir lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir hér sýndu útboðinu áhuga ásamt erlendum fjárfestum.

Söluverð á hvern hlut var 117 kr.  en Bankasýslan, Verðbréfamiðlun Íslandsbanka, JP Morgan og Citigroup sáu m.a. um verðmatið.

Fram kemur í upplýsingum frá Bankasýslunni að endanleg ákvörðun um verðið hafi verið í höndum fjármálaráðherra.

- Auglýsing -

Athygli hefur vakið að markaðsverð á hvern hlut í bankanum í Kauphöllinni í gær var hærra eða 122 kr.  á hvern hlut og hafa greiningaraðilar sagt að óánægju gæti vegna afsláttarins einkum þar sem umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum.  Einhver tilboð hafi verið hærra en þetta verð. Þá hækkaði verð í bankanum í dag um tvö prósent.

Ríkið fær með sölunni tæplega 53 milljarða króna en hefði fengið um tveimur milljörðum hærra verð hefði markaðsgengi dagsins í gær gilt.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur söluverð á hlutum ríkisins í  bankanum í fyrra og núna óeðlilegt.

- Auglýsing -

„Þetta er enn einn skandall fjármálaráðherra,  að gefa fjárfestum ríflegan afslátt af kaupverði og selja eignir ríkisins á undirverði. Það þarf að skoða og rannsaka af hverju verið er að selja hlut ríkisins með afslætti að næturlagi. Þá er vert að benda á að verð á hlutabréfum í bankanum hefur hækkað um 60% frá því ríkið seldi þriðjungs hlut í honum fyrir tíu mánuðum síðan.  Sex erlendir fjárfestar seldu til að mynda í bankanum  nokkrum dögum eftir fyrra útboðið með gríðarlegum hagnaði.  Í heild hefur almenningur nú þegar orðið af tugum milljarða króna hefði bankinn verið seldur á réttu verði í fyrra útboðinu og því sem fór fram í gær. Almenningur hlýtur að krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér, þetta er bara spilling,“ segir Ragnar fréttinni.

Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Íslenska ríkið er í fyrsta skipti frá bankahruni orðið minnihlutaeigandi í viðskiptabönkunum þremur eftir söluna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -