2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fullyrðir að hún sé ekki dýraníðingur þrátt fyrir að hafa slegið og skyrpt á hundinn sinn

Brooke Houts, sem heldur úti vinsælli Youtube-rás, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir myndband sem hún birti á dögunum. Þar sést hún slá og skyrpa á hundinn sinn. Brooke hefur nú beðist afsökunar á atvikinu og segist ekki vera dýraníðingur. 

 

Samkvæmt BBC sýnir myndbandið Brooke skamma Doberman hundinn sinn Sphinx áður en hún löðrungar og skyrpir á hann. Í lokin á myndbandinu tuktar hún svo Sphinx harkalega til. Myndbandið hefur nú verið fjarlægt af Youtube-rásinni þar sem yfir 300 þúsund manns fylgja henni. Þá hefur Instagram-síðu Brooke verið lokað.

Margir hafa gagnrýnt hana fyrir atvikið en hún sendi frá sér afsökunarbeiðni á Twitter í gær. Þar segist hún meðal annars ætla á hundanámskeið með Sphinx til að bæta uppeldisaðferðir. „Ég er alltaf að reyna læra nýjar aðferðir til að geta þjálfað hann heima,” segir í afsökunarbeiðninni.

AUGLÝSING


Fjöldi fólks hafa nú skilið eftir athugasemdir á Twitter færslunni. Þá hafa PETA-samtökin gagnrýnt hana opinberlega á Twitter þar sem þau biðla til Youtube að fjarlægja reikninginn hennar.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is