Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Fyrir hvað stendur Svansmerkið?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjöldi fyrirtækja á Íslandi státar af Svansvottun. Á Norðurlöndunum bera um 24.000 vörur og þjónustuaðilar Svansvottun. En fyrir hvað stendur Svanurinn? Af hverju ætti neytandi að sjá sér hag í að velja vöru eða þjónustu sem hlotið hefur vottun Svansins?

Fyrir rúmum þrjátíu árum, eða árið 1989, varð opinbert umhverfismerki Norðurlandanna til. Svanurinn. Norræna ráðherranefndin stóð fyrir því. Í stuttu máli er kjarninn sá að draga úr umhverfisáhrifum af framleiðslu vöru eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvæna kosti. Hér á landi er það Umhverfisstofnun sem hefur umsjón með Svaninum.

Kröfur Svansins

Til að tryggja að vottuð vara/þjónusta sé betri fyrir umhverfið og heilsuna eru nokkrar kröfur gerðar. Ber þar helst að nefna strangar kröfur um helstu umhverfisþætti, svo sem um efnainnihald og notkun skaðlegra efna; flokkun og lágmörkun úrgangs; orku- og vatnsnotkun; gæði og endingu.

Einnig er mikilvægt að allur lífsferill vöru/þjónustu sé skoðaður og helstu umhverfisþættir skilgreindir. Ekki er síður mikilvægt að þess sé gætt að ekki séu við framleiðslu notuð þekkt hormónaraskandi og ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi efni.

Síðast en ekki síst ber að nefna að kröfur Svansins eru hertar reglulega til þess að vottaðar vörur og þjónusta séu stöðugt í þróun.

- Auglýsing -

Lífsferill vöru

Talað er um að Svanurinn sé lífsferilsmerki. Hvað merkir það? Jú, það þýðir að í allri viðmiðaþróun er leitast við að hanna kröfur sem taka á öllum lífsferli vörunnar eða þjónustunnar sem um ræðir. Það er að segja hráefnið, framleiðsla, neysla og úrgangur.

Til að sækja um Svansvottun þarf að senda Umhverfisstofnun umsókn og mælt er með því að undirbúningur fyrir umsóknina hefjist að minnsta kosti sex mánuðum fyrr. Allar upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér.

- Auglýsing -

Á meðal þeirra sem hlotið hafa Svansvottun hér á landi má nefna Háskólaprent, GuðjónÓ, Kaffitár, Krónan, Pixel og mötuneyti Landsbankans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -