2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fyrrverandi starfsmenn WOW air halda fatamarkað

Hópur fyrrverandi starfsmanna WOW air tekur til í fataskápnum og skipuleggur fatamarkað.

Um 70 fyrrverandi starfsmenn flugfélagsins WOW air hafa nú tekið höndum saman og skipuleggja fatamarkað.

Fatamarkaður fyrrverandi starfsmanna WOW air verður haldinn á laugardeginum, 13. apríl, í húsnæði sem er við hliðina á Bónus í Holtagörðum.

Á Facebook segir að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á markaðinum því fatnaður af öllum stærðum og gerðum verður til sölu.

Margt fólk virðist hafa áhuga á að gera góð kaup á markaðinum og nokkur hundruð manns boða komu sína á markaðinn.

AUGLÝSING


Sjá einnig: WOW air hætt

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is