Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Guðlaug óttast ekki dauðann: „Ótrúlega margar vinkonur mínar hafa dáið alltof snemma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðlaug Ólafsdóttir er ein þeirra 28 einstaklinga sem segir frá lífi sínu, hvernig það er að eldast og væntingum til lífsins í bók Jóns Hjartarsonar, Raddir – Annir og efri ár. Guðlaug er 74 ára gömul og búsett á Egilsstöðum.

Guðlaugu finnst hún ekki vera nema um þrítug í anda, þó hún viðurkenni að hún finni fyrir því að skrokkurinn sé eitthvað eldri. Hún segir að andinn sé lykillinn að því að halda sér gangandi. Mikilvægt sé að hætta ekki öllu af því að maður sé að eldast, eða verða gamall af því maður hættir öllu.

Guðlaug hefur heldur betur passað sig á því að falla ekki í þá gryfju og setti sér markmið um það hvernig hún vildi að líf sitt yrði er hún tæki að eldast. Nú er hún gjaldkeri í tveimur félögum ásamt því að vera í sóknarnefnd og formaður húsfélagsins.

Guðlaug segist hafa tekið föður sinn sér til fyrirmyndar. Virkni hans og framsýni segir hún að hafi seinkað ellinni hjá honum.

Guðlaug er fráskilin og segir einveruna geta verið erfiða. „Fólk á mínum aldri er langflest í sambúð og kona ein á báti á oft ekki heima með pörum.“ Því hefur hún brugðið á það ráð að auglýsa eftir ferðafélaga á einkamal.is. Í kjölfarið fór hún til Tyrklands með konu sem hún þekkti ekkert.

Margar vinkonur Guðlaugar hafa dáið langt fyrir aldur fram. Hún segist þá yfirleitt hafa séð eftir því að hafa ekki varið meiri tíma með þeim. „Yfirleitt höldum við alltaf að við höfum nægan tíma til samvista við fjölskyldu og vini en hann er alltaf of stuttur.“

- Auglýsing -

Guðlaug hræðist ekki dauðann, en það hræðir hana ef hún á eftir að þurfa berjast við erfiða sjúkdóma eða fötlun.

Hún er þeirrar skoðunar að tilgangur jarðlífs okkar sé að auka þroska okkar og vonast Guðlaug til þess að ná að nýta lífið eins vel og auðið er til að verða sífellt betri útgáfa af sjálfri sér.

 

- Auglýsing -

Þetta kemur fram í frásögn Guðlaugar á vefnum Lifðu núna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -