Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Guðmundur Árni býður sig fram til varaformanns: „Hef fengið hvatn­ingu og mikið af hring­ing­um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fram kemur í frétt mbl.is að Guðmund­ur Árni Stef­áns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Hafn­ar­f­irði, ætli sér að bjóða sig fram í að verða vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Hann var spurður hvers vegna hann til­kynni um fram­boð sitt núna:

„Vegna þess að ég hef fengið tals­verða hvatn­ingu og mikið af hring­ing­um, og menn telja að það sé ekki slæm ímynd af for­ystu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að hafa unga og kjarkaða konu í for­ystu og gaml­an hund hok­inn af reynslu henni við hlið.“

Borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vara­formaður flokks­ins og nýr formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, gaf það út í dag að hún myndi ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri til vara­for­manns.

Eins og staðan er núna eru Kristrún Frostadóttir og Guðmund­ur Árni Stefánsson ein í fram­boði Land­fund­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Kristrún sem formaður og Guðmundur Árni sem varaformaður, sem verður hald­inn helg­ina 28. til 29.októ­ber. Þá verður kosið til for­ystu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -