Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Guðrún Helga jarðsungin í dag: „Elsku mamma, ég veit ekki hvað ég geri án þín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrúnar Helgu Sigurðardóttur blaðamanns og ökuleiðsögumanns. Guðrún Helga naut virðingar innan stéttarinnar og var um skeið formaður Félags fjölmiðlakvenna. Guðrún lést laugardaginn 20. febrúar eftir erfið veikindi, aðeins 57 ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann og tvö börn.

Guðrún Helga Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 16. september 1963. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík, fór í kjölfarið í fjölmiðlafræði og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þá stundaði Guðrún Helga finnskunámi í háskólanum í Helsinki samhliða námi í blaðamennsku. Árið 1987 hlaut hún gráðu í socionom-blaðamennsku frá Svenska social- och kommunalhögskolan við Helsingfors Universitet. Árið 1991 fékk hún síðan pol. kand.-próf í stjórnmálafræði með áherslu á alþjóðastjórnmál frá háskólanum í Helsinki.

Guðrún Helga var vinsæll leiðsögumaður og rithöfundur og í hópi okkar bestu fjölmiðlamanna. Þá var hún tilnefnd til blaðamannaverðlauna árið 2003 í flokknum rannsóknarblaðamennska ársins. Þá starfaði Guðrún Helga fyrir Frjáls verslun og kortlagði viðskiptaveldi Gaums og fékk sérstakt hrós fyrir að setja það fram á myndrænan og skýran hátt. Guðrún Helga kom víða við á sínum ferli, ritstýrði Neistanum, skrifaði fyrir SÁÁ blaðið, ritstýrði Vikublaðinu Reykjavík, var blaðamaður á Fréttablaðinu og Fréttatímanum. Þá sendi Guðrún frá sér vinsæla bók fyrir erlenda ferðamenn um hefðbundna íslenska matargerð.

Guðrún Helga var vel menntuð og lærði blaðamennsku í Svíþjóð og alþjóðastjórnmál í Helsinki. Guðrún var einnig mikil útivistarmanneskja og þótti frábær leiðsögumaður. Í samtali við Fréttablaðið í júlí 2004, beðin um að lýsa sínum lífstíl, sagði Guðrún:

Guðrún Helga var í hópi bestu blaðamanna landsins en lésts langt fyrir aldur fram. Margir minnast hennar í minningargreinum í Morgunblaðinu og er Aldís Eva Friðriksdóttir, dóttir hennar, ein þeirra.

„Elsku mamma mín. Þá er þessari stuttu en erfiðu baráttu lokið. Þú sagðir við mig að þú vildir góðar minningargreinar og ég efast ekki um að það verði raunin. Þetta er mitt framlag. Ég hef notið þeirra forréttinda að vera alin upp af þér. Bestu vinkonu minni og mömmu sem hægt er að finna. Þú hefur syrgt með mér í mínum verstu raunum. Elskaðir mig af öllu hjarta, með tilheyrandi kossum og knúsum. Ég átta mig á hvað ég hef verið með eindæmum heppin. Að fá að vera alin upp af svo sanngjarnri og góðri konu. Að vita af heilum hug og hjarta að foreldri manns er stolt af manni,“ segir Aldís Eva og heldur áfram:

- Auglýsing -

„Ég er líka stolt af þér. Ég er stolt af öllu sem þú hefur gert og af öllu sem þú hefur fórnað. Þú hefur alltaf hlegið mikið og var það í miklu uppáhaldi hjá mér þegar við hlógum saman og þá þegar önnur hvor okkar hafði sagt einstaklega lélegan brandara. Þá hlógum við mest. Þú kenndir mér að vera frábær mamma og mun ég stefna að því í lífi mínu að komast með tærnar þar sem þú hefur hælana í móðurhlutverkinu. Takk fyrir að styðja alltaf við mig. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Takk fyrir allan tíma okkar saman, þótt alltof stuttur hafi verið. Takk fyrir allt elsku mamma mín.“

Dagur Páll Friðriksson, sonur Guðrúnar Helgu, fer líka hlýjum orðum um móður sína í minningargrein. „Elsku mamma, þetta var erfitt ár, örugglega erfiðasta ár ævi minnar en það ár sem ég óskaði að myndi aldrei ljúka. Ég sakna þín svo sárt, sakna þess að fara í bíltúr með þér og kjafta endalaust á meðan þú hlustaðir í hljóði og varst besta vinkona einmana unglings. Ég sakna þess að liggja hjá þér og kjafta. Ég sakna brandaranna þinna, sama hvað aðrir segja, ég hló alltaf. Ég sakna þess að sama hvaða vitleysa mér datt í hug, þá stóðst þú alltaf við bakið á mér. Ég sakna þess að þú talaðir aldrei undir rós, þú sagðir bara sannleikann,“ segir Dagur Páll og bætir við:

„Það er svo ótal margt í þessu lífi sem þú gerðir fyrir mig sem ég mun sakna, þú varst besta vinkona mín og enginn mun geta komið í þinn stað. Þú varst yndisleg mamma, þú varst blíð og góð en hafðir líka aga þegar þurfti. Ég get ekki ímyndað mér neitt sem þú gætir hafa gert betur. Þú varst ekki bara móðir mín, þú varst líka vinkona mín, þegar illa gekk eða ég var einmana, þá varst þú alltaf tilbúin í spjall. Hvíldu í friði elsku mamma, ég veit ekki hvað ég geri án þín.“

- Auglýsing -

Guðrún Helga verður jarðsungin í dag klukkan 13. Slóð á streymi má finna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -