Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Gunnar Smári: Icelandair ekki lengur kerfislega mikilvægt – Ríkisstyrkur óþarfur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson, forsprakki Sósíalistaflokksins, telur það algjöran óþarfa af íslenska ríkinu að verðlauna Icelandair flugfélagið með tugum milljarða ríkisfjár. Rökin um að flugfélagið sé kerfislega mikilvægt haldi einfaldlega ekki lengur.

Myndin sýnir hversu mikið Icelandair hefur fellt niður á meðan erlend félög hafa ekki gert það. Mynd / skjáskot RÚV

Nýjar tölur sýna að Icelandair hefur fellt niður þrjár af hverjum fjórum áætluðum flugferðum sínum í september. Það eru 75 prósent af öllum ferðum sem planaðar voru hjá félaginu. Á sama tíma hafa erlend flugfélög staðið í lappirnar og aðeins fellt niður fjögur prósent á áætluðum flugum til og frá Íslandi og hafa þannig flogið þrefalt fleiri ferðum til Íslands heldur en Icelandair.

Í samtali við RÚV sagði forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, félagið ekki hafa efni á að fljúga hálftómum vélum og tapa á ferðunum sínum. Þá sagðist hann ekki geta svarað fyrir önnur flugfélög.

Gunnar Smári segir ljós að það séu því fyrst og fremst erlend flugfélög sem halda uppi flugsamgöngum til og frá landinum. „Samkvæmt þessu er Icelandair með um 53 prósent ráðgerðra ferða til og frá landinu en aðeins 25% þeirra ferða sem eru farnar í raun. Enn færri ef frádregnar eru þær ferðir sem ríkissjóður styrkir beint. Félagið er því ekki lengur kerfislega mikilvægt. Það eru fyrst og fremst erlend félög sem halda uppi samgöngum til og frá landinu. Óþarfi að verðlauna þetta félag með um 40 milljörðum króna úr sjóðum almennings,“ segir Gunnar Smári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -