2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Halda brúðkaupið á vínekru á Ítalíu

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson og unnusta hans, Lísa Hafliðadóttir, ganga í það heilaga í sumar. Í viðtali við brúðkaupsblað Glamour segjast þau ætla að innsigla ástina á Ítalíu.

„Brúðkaupið verður haldið á vínekru í Toskanahéraðinu á Ítalíu. Við vorum byrjuð að skipuleggja brúðkaup hérna heima og komin ágætlega á veg með það. En síðan, eiginlega upp úr þurru, kom sú hugmynd að gera þetta einhvers staðar erlendis,“ segir í viðtalinu, og bætir parið við að þau séu ekkert tengd landinu en finnist ákveðin rómantík umlykja það. Því hafi þau ákveðið að taka af skarið.

„Í framhaldinu ákváðum við að henda okkur í djúpu laugina og kýla á þetta. Við sjáum vonandi ekki eftir því.“

Tæplega hundrað manns eru á gestalistanum, en sökum góðs skipulags segja þau Friðrik og Lísa að lítið verði um forföll.

„Við bókuðum húsið á vínekrunni í byrjun ágúst í fyrra og strax í framhaldinu byrjuðum við að skipuleggja allt,“ segir í viðtalinu. „Það eru lítil sem engin forföll af gestalistanum og ég held að góður fyrirvari leiki þar stórt hlutverk.“

AUGLÝSING


Það er fallegt í Toskana.

Þó að parið ætli að gifta sig erlendis verður samt íslenskur bragur á þessum stóra degi.

„Athöfnin og veislan verða eftir íslensku uppskriftinni. Athöfnin verður hins vegar táknræn svo við verðum ekki með neinn prest en í veislunni ætlum við að hafa veislustjóra og ræðuhöld og enda þetta svo á góðu partíi.“

Tónlistarmaðurinn fær eflaust dygga aðstoð frá bróður sínum, tónlistarmanninum Jóni Jónssyni, og mágkonu sinni, Hafdísi Björk Jónsdóttur, þar sem þau létu pússa sig saman síðasta sumar, reynslunni ríkari.

Aðalmynd / Rut Sigurðardóttir

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is