2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Halldóra óskaði eftir aðstoð og var boðin greiðsla fyrir kynlíf: „Mér leið eins og ég væri lítils virði“

Halldóra Kristjánsdóttir Larsen er 33 ára og búsett í Eyjafjarðarsveit. Halldóra er í fjárhagserfiðleikum eftir sambandsslit og brá hún því á það ráð að óska eftir dósum að gjöf í Facebook-hópnum Gefins á Norðurlandi, en um níu þúsund manns eru í hópnum.

„Það var einn sem lét mig hafa flöskur, ein sem gaf mér mat og tveir sem gáfu mér pening,“ segir Halldóra í viðtali við Mannlíf og er þakklát fyrir stuðninginn. Þetta er í annað sinn sem Halldóra leitar sér aðstoðar á þennan hátt. „Hitt skiptið var um síðustu páska þegar öll fimm börnin mín voru hjá mér.“

Halldóra er öryrki og segir að eftir að hún og kærasti hennar slitu sambandi þeirra hafi leiga, gjöld, matur, bensín og fleira bara verið of mikið. „Ofan á allt þá sprakk afturrúðan á bílnum mínum og ég þarf að borga hluta af viðgerðinni þar.“

Halldóra brá því eins og áður segir á það ráð að óska eftir aðstoð. Það voru þó ekki allir sem höfðu samband við hana sem höfðu góðan ásetning í huga. Karlmaður sendi Halldoru skilaboð og sagðist hafa séð að hún væri að leita eftir aðstoð. Halldóra svaraði honum og segir honum snemma í samtalinu að sé hann að leita eftir kynlífi gegn greiðslu þá sé hann á röngum stað.

Skjáskot af samtali Halldóru og mannsins í skilaboðum á Facebook.

AUGLÝSING


Eftir samskipti fram og tilbaka yfir daginn spyr maðurinn um kvöldið hvað Halldóra myndi gera í staðinn fyrir 10 þúsund krónur, hvernig hún myndi þakka fyrir. Spyr hún hann þá: „Hvað meinarðu?“ og svarar hann með „kynlíf,“ og bætir við: „Kom þessu að því þú komst með þetta í dag.“

Skjáskot af samtali Halldóru og mannsins í skilaboðum á Facebook.

Halldóra tók skjáskot af samtalinu og blokkaði manninn. „Nei alls ekki,“ svarar hún þegar blaðamaður spyr hvort að þetta sé í fyrsta sinn sem henni hefur verið boðin greiðsla fyrir kynlíf.

„Mér leið eins og ég væri lítils virði. Sjálfstraustið lækkar um helling þegar horft er á mann eins og kjötstykki, “ segir Halldóra sem íhugar að kæra manninn til lögreglunnar.

„Það er sem betur fer mikið meira af góðu fólki þarna úti sem nýta sér ekki neyð annarra og ég er mjög þakklát þeim sem hjálpuðu mér. Svo náði ég líka að selja nokkra hluti til að borga viðgerðir á bílnum.“

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is